1626
Útlit
(Endurbeint frá MDCXXVI)
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1626 (MDCXXVI í rómverskum tölum) var 26. ár 17. aldar sem hófst á fimmtudegi samkvæmt gregoríska tímatalinu en sunnudegi samkvæmt júlíska tímatalinu sem er tíu dögum á eftir.
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- 9. janúar - Peter Minuit lagði upp frá hollensku eyjunni Texel og sigldi til Nýja Hollands með tvö skip.
- 2. febrúar - Karl 1. var krýndur.
- 6. febrúar - Húgenottar sömdu frið við frönsku krúnuna í La Rochelle.
- 25. apríl - Þrjátíu ára stríðið: Albrecht von Wallenstein vann sigur á Ernst von Mansfeld í orrustunni um Dessauerbrú.
- 24. maí - Peter Minuit keypti eyjuna Manhattan af indíánum fyrir verslunarvöru.
- 15. júní - Karl 1. Englandskonungur leysti enska þingið upp.
- 30. júlí - Um tíu þúsund manns létust þegar jarðskjálfti reið yfir Napólí á Ítalíu.
- 27. ágúst - Kristján 4. tapaði orrustu gegn Tilly hershöfðingja, við Lutter am Barenberg.
- 30. september - Hong Taiji tók við sem leiðtogi júrsjena af föður sínum Nurhaci eftir lát hans.
- 18. nóvember - Péturskirkjan í Róm var vígð af Úrbanusi 8. páfa, en bygging hennar hófst árið 1506.
- 20. desember - Ferdinand 2. keisari og Bethlen Gábor Transylvaníufursti gerðu með sér friðarsáttmálann í Pressburg.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 27. maí - Vilhjálmur 2. Óraníufursti (d. 1650).
- 4. október - Richard Cromwell, verndari Englands, Skotlands og Írlands (d. 1712).
- 8. desember - Kristín Svíadrottning (d. 1689).
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 20. febrúar - John Dowland, enskt tónskáld (f. 1563).
- 9. apríl - Francis Bacon, enskur heimspekingur (f. 1561).
- 15. júlí - Einar Sigurðsson í Eydölum, íslenskt skáld (f. 1539).
- 27. ágúst - Enevold Kruse, danskur aðalsmaður og fyrrum hirðstjóri á Íslandi.
- 30. september - Nurhaci, kínverskur herforingi (f. 1559).
- 29. nóvember - Ernst von Mansfeld, þýskur herforingi (f. um 1580).
Opinberar aftökur
[breyta | breyta frumkóða]- Ónafngreindur maður hengdur á Snæfellsnesi fyrir þjófnað.[1]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Skrá á vef rannsóknarverkefnisins Dysjar hinna dauðu, á slóðinni https://dhd.hi.is/gogn/Info.pdf, sótt 15.2.20202.