1699
Útlit
(Endurbeint frá MDCXCIX)
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1699 (MDCXCIX í rómverskum tölum) var 99. ár 17. aldar. Það hófst á fimmtudegi samkvæmt gregoríska tímatalinu eða sunnudegi samkvæmt júlíska tímatalinu sem er tíu dögum á eftir.
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- 26. janúar - Pólsk-litháíska samveldið, Feneyjar og Austurríki gerðu Karlowitz-sáttmálann við Tyrkjaveldi þar sem Tyrkir létu eftir stóran hluta af löndum sínum í Austur-Evrópu og á Balkanskaga.
- 4. febrúar - 350 streltsíverðir voru teknir af lífi í Moskvu.
- 6. júlí - Sjóræningjaforinginn William Kidd var handtekinn í Boston.
- 21. júlí - Sálmabók Kingos var samþykkt af Danakonungi.
- 25. ágúst - Friðrik 4. varð konungur Danmerkur.
- 18. september - Haldið var brúðkaup í Skálholti er Jón Vídalín biskup gekk að eiga Sigríði Jónsdóttur frá Leirá. Í brúðkaupinu voru 23 prestar.
- 22. nóvember - Danmörk, Pólsk-litháíska samveldið, Saxland og Rússland gerðu með sér Preboasjenskí-sáttmálann þar sem þau kölluðu eftir skiptingu Svíaveldis.
- 20. desember - Pétur mikli fyrirskipaði að nýja árið skyldi hefjast 1. janúar í stað 1. september eins og áður hafði verið.
Ódagsettir atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- Fiskmarkaðurinn í Billingsgate var formlega stofnaður með lögum frá breska þinginu.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 2. janúar - Ósman 3. Tyrkjasoldán (d. 1757).
- 31. janúar - Mathias Haydn, austurrískur vagnsmiður (d. 1763).
- 10. desember - Kristján 6. Danakonungur (d. 1746).
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 12. mars - Peder Schumacher Griffenfeld, danskur stjórnmálamaður (f. 1635).
- 21. apríl - Jean Racine, franskt leikskáld (f. 1639).
- 25. ágúst - Kristján 5. Danakonungur (f. 1646).
- 29. nóvember - Patrick Gordon, skoskur herforingi í her Rússakeisara (f. 1635).
Opinberar aftökur
[breyta | breyta frumkóða]- Sveinn Halldórsson hengdur í Gálgagili, Vestur-Húnavatnssýslu, fyrir þjófnað.[1]
- Þorleifur Jónsson hengdur í Gálgagili, Vestur-Húnavatnssýslu, fyrir þjófnað.[2]
- Steingrímur Helgason, sagður „gamall stórþjófur“, hengdur í Gálgagili, Vestur-Húnavatnssýslu, fyrir þjófnað.
- Jón Sigmundsson hengdur fyrir þjófnað á Alþingi.[3]
- Sigurður Jónsson hengdur í Gálgagili, Vestur-Húnavatnssýslu, fyrir þjófnað.
- Halldór Dagsson hengdur í Gálgagili, Vestur-Húnavatnssýslu, fyrir þjófnað.[4]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Gæti einnig hafa verið árið 1700, skv. heimildum Dysja hinna dæmdu.
- ↑ Sama á við og um Svein, þetta gæti eins hafa verið árið 1700.
- ↑ „Annar þjófur var dæmdur til dauða á þinginu en hann braust úr járnum“ segir í skrám Dysja hinna dæmdu.
- ↑ Öll gögn um framangreindar aftökur sóttar á vef rannsóknarverkefnisins Dysjar hinna dauðu, ekki síst skrá á slóðinni https://dhd.hi.is/gogn/Info.pdf, sótt 15.2.20202.