1681
Útlit
(Endurbeint frá MDCLXXXI)
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1681 (MDCLXXXI í rómverskum tölum) var 81. ár 17. aldar sem hófst á miðvikudegi samkvæmt gregoríska tímatalinu en laugardegi samkvæmt júlíska tímatalinu sem er tíu dögum á eftir.
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- 14. mars - Karl 2. Englandskonungur gaf William Penn konungsbréf fyrir því landsvæði sem síðar varð Pennsylvanía.
- Júlí - Galdramál: Ari Pálsson hreppstjóri úr Barðastrandarsýslu var brenndur á Alþingi fyrir galdur.
- 12. ágúst - Âhom-konungurinn Gadadhar Singha varð Supaatphaa konungur.
- Desember - Wu Shifan leiðtogi uppreisnarmanna gegn Kingveldinu framdi sjálfsmorð í Júnnanhéraði sem batt enda á lénsherrauppreisnina.
- Desember - Útilegumaðurinn Loftur Sigurðsson var handsamaður í Vatnaflóa á leið sinni í Surtshelli.
Ódagsettir atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- Síðasti dúdúfuglinn var drepinn á Máritíus.
- Frakkar innlimuðu Strassborg.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 14. mars - Georg Philipp Telemann, þýskt tónskáld (d. 1767).
- ágúst - Vitus Bering, danskur landkönnuður (d. 1741)
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 9. júní - William Lilly, enskur stjörnufræðingur (f. 1602).
- 14. júní - Eggert Björnsson, sýslumaður í Vestur-Barðastrandarsýslu (f. 1612).
- 1. júlí - Oliver Plunkett, írskur dýrlingur (f. 1629).
Opinberar aftökur
[breyta | breyta frumkóða]- Loftur Sigurðsson hálshogginn á Berufjarðarþingi, Strandasýslu, fyrir „útileguþjófnað“.
- Ari Pálsson, hreppstjóri, tekinn af lífi með brennu, á Alþingi, fyrir galdra.[1]
- Þorgeir Ingjaldsson frá Breiðabólsstað hálshogginn á Alþingi fyrir hórdóm, er hann, kvæntur sjálfur, hljópst á brott með Þuríði Jónsdóttur, giftri konu.
- Þorkell Sigurðsson hengdur á Alþingi fyrir þjófnað.[2][3]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Haft er úr ritum Jóns Espólín að þetta hafi verið síðasta galdrabrenna brennualdar á Íslandi, en það er víst ónákvæmt og er í dag ýmist litið á brennu Sveins Árnasonar fyrir galdra, árið 1683, sem þá síðustu, eða brennu Halldórs Finnbogasonar fyrir guðníð, árið 1685.
- ↑ Þorkell var sjálfur böðull síðustu fimm ár ævi sinnar. Hann bar viðurnefnin Lyga-Þorkell og Lyga-Keli
- ↑ Upplýsingar um framangreindar aftökur sóttar á vef rannsóknarverkefnisins Dysjar hinna dauðu, ekki síst skrá á slóðinni https://dhd.hi.is/gogn/Info.pdf, sótt 15.2.20202.