1757
Útlit
(Endurbeint frá MDCCLVII)
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1757 (MDCCLVII í rómverskum tölum)
Á Íslandi
[breyta | breyta frumkóða]- 16. maí - Magnús Gíslason var skipaður fyrsti amtmaður landsins.
- Bjarni Pálsson og Eggert Ólafsson luku rannsóknarferð sinni um landið.
- Elsta húsið í Neðstakaupstað á Ísafirði var byggt; Kramhúsið.
Fædd
Dáin
- Guðmundur Snorrason hengdur í Borgarfirði fyrir „útileguþjófnað“.[1]
Erlendis
[breyta | breyta frumkóða]- 2. janúar - Sjö ára stríðið: Bretar sölsuðu undir sig Kalkútta.
- 2. febrúar - Sjö ára stríðið Austurríska og rússnesku keisaradæmin gengu í hernaðarbandalag gegn Prússlandi.
- 22. febrúar - Friðrik 5. Danakonungur gaf út tilskipun um að stofna lúterskt trúboð fyrir afríska þræla í Dönsku austur-Indíum.
- 23. febrúar - Jósef 1. Portúgalskonungur stóð af sér valdaránstilraun. Nær 500 voru handteknir og flestir dæmdir. Um 15 voru hengdir og 60 sendir í útlegð til portúgalskra nýlenda síðar á árinu.
- 21. mars - Svíþjóð myndaði bandalag með Austurríki og Frakklandi gegn Prússlandi og lagði til 25.000 hermenn til að steypa Friðrik mikla, Prússakóngi af stóli.
- 30. mars - Ríkisspítali Danmerkur, Rigshospitalet var stofnaður í Kaupmannahöfn.
- 6. apríl - William Pitt eldri, leiðtogi Breta í sjö ára stríðinu, var leystur af störfum af stjórnvöldum vegna ósigra gegn Frökkum í Ameríku. Hann sneri hins vegar aftur eftir ákall almennings.
- 16. apríl - Kaþólska kirkjan bannaði rit Galileo Galilei sem fjölluðu um sólmiðjukenninguna.
- 6. mars - Sjö ára stríðið: Friðrik mikli Prússakóngur og her hans sátu um Prag.
- 16. júní - Austurríski herinn sigraði Prússa í orrustunni við Kolín. Prússar hörfuðu til Bæheims.
- 13. september - Svíar réðust á Prússa í Pommern.
- 2. október - Bedúínar réðust á þúsundir múslímska pílagríma sem fóru til Damaskus frá Mekka, um 20.000 létust.
Fædd
- 22. júní - George Vancouver, breskur landkönnuður (d. 1798).
- 30. maí - Henry Addington, forsætisráðherra Bretlands (d. 1844).
- 28. nóvember - William Blake, enskt ljóðskáld (d. 1827)
- 9. október - Karl 10. Frakkakonungur.
- 6. september - Gilbert du Motier de La Fayette, frjálslyndur franskur aðalsmaður, herforingi og stjórnmálamaður. (d. 1834)
Dáin
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Ölfusvatnsannáll“ í Annálar IV, bls. 377.