Fara í innihald

Sólmiðjukenningin

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Sólin er í sólmiðjukenningunni miðja sólkerfisins og öll fyrirbæri þess snúast um hana

Sólmiðjukenningin er í stjörnufræðikenning, sem og stjarnfræðilegt líkan, þar sem sólin er miðja alheimsins og/eða sólkerfisins. Sögulega hefur þessi kenning staðið mót jarðmiðjukenningunni, sem heldur því fram að Jörðin sé miðja alheimsins. Kópernikus var fyrstur til að halda fram sólmiðjukenningunni á nýöld en hún var fyrst sett fram af forngríska stjörnufræðingnum Aristarkosi frá Samos á 3. öld f.Kr.

Á 16. öld kom Nikulás Kópernikus með stærfræðilíkan af sólkerfinu sem sýndi að jörðin væri miðja þess. Á næstu öldum var líkanið þróað af Johannes Kepler og seinna kom Galíleó Galílei með stuðning við kenninguna frá athugunum hans frá stjörnukíki sem hann sjálfur fann upp.

1920 var síðan sýnt fram á að sólin er ekki miðja alheimsins, heldur hluti af vetrarbraut sem er ein af biljónum í alheiminum. Þetta sýndi meðal annars Edwin Hubble sem þróaði Hubble-geimsjónaukan.

Saga kenningarinnar[breyta | breyta frumkóða]

Staða jarðarinnar og sólarinnar hefur lengi verið deilt um. Með því að horfa upp í himininn, og horfa í kringum sig, virðist sem jörðin standi í stað og því er ekki skrýtið að forfeður okkar hafi talið að það væri sólin sem fer í kringum jörðina en ekki öfugt. Deilt hefur verið um sólmiðjukenninguna löngu fyrir Kópernikus og enn er fólk sem trúir því enn að jörðin sé miðja alheimsins þrátt fyrir vísindalegar athuganir.

Forngrikkir[breyta | breyta frumkóða]

Hinn allra fyrsti til að setja fram sólmiðjukenninguna var Aristarkos frá Samos, forngrískur stjörnufræðingur. Aristarkos reiknaði stærð jarðarinnar og reiknaði einnig stærð og fjarlægð tunglsins og sólarinnar. Aristarkos gerði ráð fyrir að jörðin snerist um möndul sinn og einnig á sporbaug í kringum sólina. Kenningin hlaut ekki vinsælda meðal Grikkja. Grikkir áttu ekki sjónauka og var því erfitt að sanna kenninguna, en einnig var kenningin talin guðlast. Ríkjandi viðhorf Grikkja var markhyggja og passaði þessi kenning Aristarkos því ekki við það viðhorf.[1] Upprunalegi texti Aristarkos um kenninguna hefur ekki fundist en til eru upplýsingar um hann í skrifum samtímanna hans eins og Arkímedesar.

Kópernikus[breyta | breyta frumkóða]

Á 16. öld lagði Nikulás Kópernikus fram öfluga umræðu um sólmiðjukenninguna. Kópernikus tók fram heimspekilegu flækjurnar við kenningu sína en lagði fram ítarlegar upplýsingar um stjarnfræðilegar athuganir hans og setti upp töflur sem sýndi fram á stöður stjarna og plánetna í fortíðinni og framtíðinni. Með þessu náði Kópernikus að heimfæra sólmiðjukenninguna úr heimspekilegum vangaveltum yfir í útreiknanlega stjörnufræði, þrátt fyrir að spár hans um framtíðarstöður plánetanna voru ekki alveg réttar [2].

Kópernikus vitnaði í verk Aristarkosar í De Revolutionibus, sem hann gaf út árið 1506 og kláraði 1540. Hann gerði sér því grein fyrir að hann væri ekki sá fyrsti með þessa kenningu. Kópernikus setti fram kenningu sína í sátt við kirkjuna á þeim tíma og tileinkaði bók sína til Páli III páfa. Nokkrum árum eftir að bókin var gefin út predikaði Jón Kalvín að sólin færði sig ekki, heldur væri það jörðin sem færi í kringum sólina.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Geir Þ. Þórarinsson. „Hver var Aristarkos frá Samos og hvert var framlag hans til vísindanna?“. Vísindavefurinn 6.12.2011. http://visindavefur.is/?id=61425. (Skoðað 20.3.2012).
  2. John Henry, Moving Heaven and Earth (Totem Books, 2001), 87

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi stjörnufræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.