1823
Útlit
(Endurbeint frá MDCCCXXIII)
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1823 (MDCCCXXIII í rómverskum tölum)
Á Íslandi
[breyta | breyta frumkóða]- Eldgos í Vatnajökli og eldgosi lauk í Eyjafjallajökli.
- júní-júlí - Eldgos í Kötlu. [1]
Fædd
- 19. nóvember - Eiríkur Ólafsson á Brúnum, íslenskur bóndi og mormóni (d. 1900).
- 21. nóvember - Arnljótur Ólafsson, prestur og hagfræðingur (d. 1904).
- 18. desember - Þóra Melsteð, stofnandi og fyrsti skólastjóri Kvennaskólans í Reykjavík (d. 1919).
Dáin
- 12. mars - Stefán Þórarinsson amtmaður (f. 1754).
- 20. september - Geir Vídalín, biskup Íslands (f. 1761).
Erlendis
[breyta | breyta frumkóða]- 19. mars - Agustín de Iturbide, keisari Mexíkó, sagði af sér.
- júlí - Robert Peel, forsætisráðherra Bretlands, kom í gegn frumvarpi um afnám dauðarefsingu fyrir yfir 100 brot (utan morðs og landráðs).
- 18. ágúst - Breska Gvæjana: Þrælauppreisn var kveðin niður og hundruðir svartra þræla létust.
- Nóvember - Íþróttin ruðningur var fundin upp af William Webb Ellis á Englandi.
- 2. desember - James Monroe Bandaríkjaforseti kynnti kenningu sína um að tilraunir Evrópuríkja til að stofna nýlendur í Ameríku yrðu álitnar sem fjandsamlegar gagnvart Bandaríkjunum.
- Sambandslýðveldi Mið-Ameríku var stofnað.
- New-York Mirror vikublaðið kom fyrst út.
Fædd
- 29. apríl - Konrad von Maurer, þýskur sagnfræðingur sem skrifaði ferðabók um Ísland (d.1902).
- 7. desember - Leopold Kronecker, þýskur stærðfræðingur (d. 1891).
Dáin
- 26. janúar - Edward Jenner, breskur læknir sem var brautryðjandi í kúabólusetningu gegn bólusótt (f. 1749).
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Gosin 1821-1823 Veðurstofan