1846
Útlit
(Endurbeint frá MDCCCXLVI)
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1846 (MDCCCXLVI í rómverskum tölum)
Á Íslandi
[breyta | breyta frumkóða]- Mannskæður mislingafaraldur gekk yfir landið.
- Heklugosi lauk um vorið.
- Hinrik prins frá Hollandi kom til Íslands um sumarið. Danska stjórnin bauð Th. Hoppe stiftamtmanni að taka vel á móti honum. Var farið með hann að Geysi og Krýsuvíkur.
- 1. október - Vígsla hins nýja skólahúss lærða skólans fór fram í Reykjavík og fyrsta skólasetning þar eftir flutninginn frá Bessastöðum.
- 11. nóvember - Bein Reynistaðarbræðra, sem hurfu á Kili 1780, voru jarðsett á Reynistað. Þau höfðu fundist þá um sumarið.
Fædd
- 8. október - Björn Jónsson ráðherra (f. 1846).
Dáin
- 21. júlí - Sigurður Breiðfjörð, skáld. (f. 1798)
Erlendis
[breyta | breyta frumkóða]- 13. janúar - Lengsta lestarbrú heims var reist í Feneyjum.
- 19. febrúar - Lýðveldið Texas var lagt niður. Aðsetur fylkisins Texas var sett í Austin.
- Mars - Kornlögin, til verndar innlendri framleiðslu, á Bretlandi voru afnumin.
- apríl/maí - Stríð Mexíkó og Bandaríkjanna hófst vegna deilna um landamæri Texas.
- 10. júní - Lýðveldið Kalifornía lýsti yfir sjálfstæði frá Mexíkó.
- 16. júní - Píus 9. varð páfi.
- Ágúst - Kerósín var unnið úr kolum.
- September - Annað Karlistastríðið hófst á Spáni.
- 23. september - Neptúnus var uppgötvuð með sjónauka af þýsku stjörnufræðingunum Johann Gottfried Galle og Heinrich Louis d'Arrest
- 28. desember - Iowa varð 29. fylki Bandaríkjanna.
Fædd
- 5. janúar - Rudolf Eucken, þýskur heimspekingur og Nóbelsverðlaunahafi (d. 1926).
- 5. maí - Henryk Sienkiewicz, pólskur rithöfundur og Nóbelsverðlaunahafi (d. 1916).
Dáin