Mislingar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Mislingar er mjög smitandi veirusjúkdómur í börnum, lýsir sér með rauðum útbrotum í andliti og á bol. Mislingar eru einn sá smitslægasti veirusjúkdómur sem til er, en veiran sem veldur sjúkdómnum nefnist morbilli. Bandaríski örverufræðingurinn Maurice Ralph Hilleman (1919 -2005) þróaði bóluefni gegn mislingum. Bólusetningar hófust í Bandaríkjunum 1963.

Mislingar á íslensku[breyta | breyta frumkóða]

Mislingar hafa gengið undir ýmsum nöfnum á Íslandi, svo sem: dílasótt, flekkusótt, krefðusótt, meislingasótt (og mislingasótt) og mislitasótt.

Mislingar á Íslandi fyrr á öldum[breyta | breyta frumkóða]

Sumarið 1846 gengu mislingar á Íslandi. Sóttin barst út hingað með dönsku skipi til Hafnarfjarðar í lok maímánaðar og breiddist þaðan út um allt Suðurland. Þaðan barst hún, einkum með skólapiltum, bæði norður og vestur og hlífði engum manni. Af mislingum og afleiðingum þeirra munu hafa u.þ.b. 2000 manns látist á öllu landinu. Í Reykjavík gerði sóttin allmikinn usla og mátti svo heita, að þar sæist varla nokkur maður á ferli suma dagana meðan sóttin geisaði. Annar afar slæmur mislingafaraldur geisaði hér á landi árið 1882. Bólusetningar hófust á Íslandi 1976.[1]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Spurningar og svör varðandi mislinga Geymt 15 júlí 2019 í Wayback Machine Landlæknir
  Þessi heilsugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.