Listi yfir þekktar tilraunir/Eðlisfræði
Útlit
Eftirfarandi er listi yfir þekktar tilraunir í eðlisfræði. Sjá listi yfir þekktar tilraunir fyrir aðra lista
- Arkímedes tók eftir því að líkami hans léttist í baði þegar hann ruddi frá sér vatninu. Þetta leiddi til fyrstu réttu kenningarinnar um uppdrif í vökvum. (um 250 f.Kr.)
- Erastoþenes reiknaði ummál jarðar með því að finna hornið sem geislar sólar mynda við lóðrétta stefnu á einum stað jarðar á sama tíma og þeir eru lóðréttir á öðrum stað, þekktri vegalengd sunnar. (240 f.Kr.).
- Galileo Galilei notar rúllandi kúlur til þess að afsanna kenningu Aristótelesar um hreyfingu hluta. (1602 - 1607).
- Isaac Newton klauf sólarljósið með glerstrendingi og sýndi með því fram á litróf.
- Ole Rømer notaði tímamælingu á tunglmyrkvum Júpíterstungla borið saman við fjarlægð þeirra frá jörðu til þess að meta hraða ljóssins í fyrsta skipti. Hraðinn sem hann fékk út var 225.000 km/s (rétt gildi er 299.792 km/s) (1672).
- Henry Cavendish gerði tilraun, sem við hann er kennd (1798)
- Thomas Young gerði tilraun með að láta ljós falla í gegnum tvær samsíða rifur með millibili af svipaðri stærðargráðu og bylgjulengd ljóssins (um 1805).
- Hans Christian Ørsted uppgötvaði samband rafmagns og segulmagns með því að gera tilraunir með segulnál í rafsviði. (1820).
- Christian Doppler gerði tilraun með að þeyta lúðra á járnbrautarlest, sem ók hjá, og komst að því að tíðni tónsins þegar lestin nálgaðist var hærri en tíðnin þegar hún fjarlægðist. Þetta kallast Doppler-hrif. (1845).
- Léon Foucault sýndi (1851) fram á möndulsnúning jarðar með pendúl, sem við hann er kenndur.
- Michelson-Morley experiment sýndi fram á veikleika kenningarinnar um ether. (1887)
- Guglielmo Marconi sýndi 1895 að útvarpsbylgjur geta farið milli tveggja punkta þó að hindrun sé á milli.
- Henri Becquerel uppgötvar geislavirkni (1896)
- Joseph John Thomson's uppgötvar rafeindina (1897)
- Robert Millikan sýndi (1909) með dropatilraun sinni að rafhleðsla er skömmtuð.
- Heike Kamerlingh Onnes sýndi fram á ofurleiðni (1911)
- Ernest Rutherford sýndi með gullþynnutilraun sinni (1911) að jáhleðsla atóms og massi þjappast að mestu í miðju frumeindarinnar, m.ö.o. sýnir hann fram á tilvist frumeindarkjarnans.
- Arthur Eddington fer með föruneyti til Principe-eyja til að fylgjast með sólmyrkva. (gravitational lensing). Þannig tekst þeim að sjá hvernig þyngdarafl beygir stöjörnuljós, eins og Albert Einstein's hafði spáð með almennu afstæðiskenningunni (1919)
- Otto Stern og Walter Gerlach framkvæma tilraun, sem við þá er kennd (1920) og sýnir fram á spuna agna.
- Enrico Fermi klýfur atóm (1934)
- John Bardeen og Walter Brittain framleiða fyrsta nothæfa smárann (1947)
- Clyde L. Cowan og Frederick Reines sannreyna tilvist fiseindar með fiseindartilraun (1955)
- Scout-eldflaugartilraunin sannar tímavik þyngdarafls (1976)
- Stanley Pons og Martin Fleischmann tilkynna myndun hita í tilraun sinni með kaldan kjarnasamruna (1989)
- Eric A. Cornell og Carl E. Wieman mynda Bose-Einstein þéttingu (1995)