Fara í innihald

Henry Cavendish

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Henry Cavendish.

Henry Cavendish (f. 10. október 1731 - d. 24. febrúar 1810) var lítið þekktur breskur vísindamaður, hann er af mörgum talin vanmetinn enda uppgötvaði hann ýmislegt en birti oftast ekki niðurstöður sínar.

Hann fæddist á Englandi 10. október 1731 og var sonarsonur annars hertogans af Devonskíri. Hann gekk í Háskólann í Cambridge á árunum 1749-1753 en útskrifaðist ekki með neina gráðu. Hann var afar feimin og mannfælinn (hugsanlega hefur hann þjáðst af Asperger sjúkdómnum). Hann hafði svo dæmi sé tekið samskipti við brytann sinn með bréfaskriftum.

Það var líklegast vegna feimni hans sem að verk hans urðu ekki þekkt fyrr en mörgum árum síðar þegar James Clerk Maxwell tók að sér að fara yfir skjalasafnið hans. Hann hafði meðal annars, á undan öðrum, útskýrt viðnám (lögmál Ohms), lögmál Daltons, grunninn að leiðni, Lögmál Charles og margt annað. Hann mældi einnig massa jarðarinar og skeikaði aðeins um 1%, nákvæmari tölur fengust ekki fyrr en 200 árum seinna. Hann uppgötvaði einnig frumefnið vetni, þótt hann hafi ekki nefnt það því nafni.

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.