Fara í innihald

Fjallablöðkur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Lewisia)
Fjallablöðkur
Ræktunarafbrigði af Lewisia cotyledon
Ræktunarafbrigði af Lewisia cotyledon
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Hjartagrasbálkur (Caryophyllales)
Ætt: (Montiaceae)
Ættkvísl: Lewisia
Samheiti
  • Erocallis Rydb., Bull. Torrey Bot. Club 33: 139. (1906)
  • Oreobroma Howell, Erythea 1: 31. (1893)

Fjallablöðkur (fræðiheiti: Lewisia) er ættkvísl plantna nefnd eftir Meriwether Lewis sem kynntist tegundunum árið 1806. Náttúrulegt búsvæði tegundanna er á klettum og hlíðum á móti norðri í vesturhluta Norður Ameríku. Indíánar söfnuðu rótunum í forða og gera jafnvel enn, þær hafa einnig verið notaðar við særindum í hálsi.

Lewisíur eru fjölærar fjallaplöntur ættaðar frá vesturhluta Norður-Ameríku. Blómin mynda hvirfingu sem getur verið í fjölda lita.[1] Lewisia cotyledon verður að 0.5 m að hæð og breidd.[2]

Flestar tegundir ættkvíslarinnar eru lauffellandi, þar á meðal einkennistegundin Lewisia rediviva; Lewisia longipetala er eina hálflauffellandi tegundin. Sumar tegundirnar, svo sem Lewisia cotyledon, eru sígrænar.[3]

Meriwether Lewis er skráður sem fyrsti Evrópumaðurinn eða Ameríkaninn sem fann Lewisia, en þær höfðu lengi verið þekktar af innfæddum sem bitur-rót. Lewis fann eintak 1806 við Lolo Creek, á fjallgarðinum sem síðar var nefndur "Bitterroot Mountains".[4] Plöntunni var síðar gefið fræðiheitið, Lewisia rediviva, af Frederick Traugott Pursh.[5]

Listi yfir tegundir

[breyta | breyta frumkóða]

Það eru 19 tegundir og allnokkur afbrigði af Lewisia, þar á meðal:[6]

Lewisia cotyledon
Lewisia rediviva

Útbreiðsla og búsvæði

[breyta | breyta frumkóða]

Fjallablöðkur vaxa villtar í vesturhluta Norður-Ameríku. Á vaxtarstöðum sínum á norðurhliðum kletta verða þær fyrir miklum veðuröfgum.[9]

Allar tegundir Lewisia eru ætar. Lewisia rediviva er með stóra rót og hefur þess vegna verið fæða margra ættfokka Indíána á útbreiðslusvæð hennar.[10] Rótin er flysjuð fyrir suðu/gufusuðu; eldun á rótinni dregur úr bitru bragðinu.[11] Reyndar eru áhöld um það hversu bitur hún er og hvort hún þurfi suðu eða að flysja hana.[12]

L. rediviva hefur einnig verið notuð til lækninga; að tyggja rótina hefur verið notað við særindum í hálsi. Hún hefur einnig verið notuð til að auka mjólk í brjóstum.[13]

Í garðyrkju hafa tegundirnar verið settar í steinbeð vegna þess að það líkir eftir náttúrulegum aðstæðum þeirra. Steinhæðir eru líka með gott afrennsli sem tegundirnar þurfa til varnar roti í rótum.[14]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Clayton & Drury 2012, bls. 36
  2. „Lewisia cotyledon AGM“. Royal Horticultural Society. 2011. Afrit af upprunalegu geymt þann 5 desember 2012. Sótt 31. júlí 2012.
  3. „- Lewisias“. Alpine Garden Society - Bedfordshire group. Afrit af upprunalegu geymt þann 19 ágúst 2013. Sótt 31. júlí 2012.
  4. Charles Lyte. „In focus: Lewisia“. The Telegraph. Sótt 31. júlí 2012.
  5. „Bitterroot Plant Trivia“. Bitterroot Heaven. 2007. Afrit af upprunalegu geymt þann 15. apríl 2012. Sótt 31. júlí 2012.
  6. Unless otherwise sourced all items in this list use: „Classification for Kingdom Plantae Down to Genus Lewisia Pursh“. United States Department of Agriculture. Afrit af upprunalegu geymt þann 11 desember 2015. Sótt 4. ágúst 2012.
  7. Edna Ray-Vizgirda (13. október 2012). „Sacajawea's bitterroot (Lewisia sacajaweana)“. United States Forest Service. Afrit af upprunalegu geymt þann 20. júní 2013. Sótt 4. ágúst 2012.
  8. „Lewisia ×whiteae Purdy [cotyledon × leeana]“. United States Department of Agriculture. Afrit af upprunalegu geymt þann 9 október 2006. Sótt 5. ágúst 2012.
  9. Clayton & Drury 2012, bls. 36
  10. Vizgirdas & Rey-Vizgirdas 2009, bls. 153
  11. Vizgirdas & Rey-Vizgirdas 2009, bls. 154
  12. Mathew, Brian (1989). The Genus LEWISIA. Timber press. ISBN 0-88192-158-0.
  13. „Bitterroot - Lewisia rediviva Pursh“. Plant-life. Sótt 31. júlí 2012.
  14. Clayton & Drury 2012, bls. 36

Viðbótarlesning

[breyta | breyta frumkóða]


  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.