Fjallablöðkur
Fjallablöðkur | ||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Ræktunarafbrigði af Lewisia cotyledon
| ||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||
| ||||||||||||
Samheiti | ||||||||||||
|
Fjallablöðkur (fræðiheiti: Lewisia) er ættkvísl plantna nefnd eftir Meriwether Lewis sem kynntist tegundunum árið 1806. Náttúrulegt búsvæði tegundanna er á klettum og hlíðum á móti norðri í vesturhluta Norður Ameríku. Indíánar söfnuðu rótunum í forða og gera jafnvel enn, þær hafa einnig verið notaðar við særindum í hálsi.
Lýsing
[breyta | breyta frumkóða]Lewisíur eru fjölærar fjallaplöntur ættaðar frá vesturhluta Norður-Ameríku. Blómin mynda hvirfingu sem getur verið í fjölda lita.[1] Lewisia cotyledon verður að 0.5 m að hæð og breidd.[2]
Flestar tegundir ættkvíslarinnar eru lauffellandi, þar á meðal einkennistegundin Lewisia rediviva; Lewisia longipetala er eina hálflauffellandi tegundin. Sumar tegundirnar, svo sem Lewisia cotyledon, eru sígrænar.[3]
Flokkun
[breyta | breyta frumkóða]Meriwether Lewis er skráður sem fyrsti Evrópumaðurinn eða Ameríkaninn sem fann Lewisia, en þær höfðu lengi verið þekktar af innfæddum sem bitur-rót. Lewis fann eintak 1806 við Lolo Creek, á fjallgarðinum sem síðar var nefndur "Bitterroot Mountains".[4] Plöntunni var síðar gefið fræðiheitið, Lewisia rediviva, af Frederick Traugott Pursh.[5]
Listi yfir tegundir
[breyta | breyta frumkóða]Það eru 19 tegundir og allnokkur afbrigði af Lewisia, þar á meðal:[6]
- Lewisia brachycalyx Engelm. ex A.Gray: Bandaríkin (Kalifornía, Arizona, Utah), Mexíkó (Baja California) - Fingrablaðka
- Lewisia cantelovii J.T.Howell: Bandaríkin (Kalifornía, Nevada) - Gljúfrablaðka
- Lewisia columbiana (J.T.Howell ex A.Gray) B.L.Rob. - Geislablaðka
- Lewisia columbiana var. columbiana: Kanada (British Columbia), Bandaríkin (Washington, Oregon)
- Lewisia columbiana var. rupicola (English) C.L.Hitchc.: Kanada (British Columbia), Bandaríkin (Washington, Oregon)
- Lewisia columbiana var. wallowensis C.L.Hitchc.: Bandaríkin (Idaho, Montana, Oregon)
- Lewisia congdonii (Rydb.) S.Clay: Bandaríkin (Kalifornía) - Tröllablaðka
- Lewisia cotyledon (S.Watson) B.L.Rob. Bandaríkin - Stjörnublaðka
- Lewisia cotyledon var. cotyledon: Bandaríkin (Oregon, Kalifornía)
- Lewisia cotyledon var. heckneri (C.V.Morton) Munz: Bandaríkin (Kalifornía)
- Lewisia cotyledon var. howellii (S.Watson) Jeps.: Bandaríkin (Oregon, Kalifornía)
- Lewisia disepala Rydb.: Bandaríkin (California) - Álfablaðka
- Lewisia glandulosa (Rydb.) Dempster : Bandaríkin (Kalifornía) -
- Lewisia kelloggii K.Brandegee - Snæblaðka
- Lewisia kelloggii var. hutchinsonii Dempster: Bandaríkin (Kalifornía)
- Lewisia kelloggii var. kelloggii: Bandaríkin (Kalifornía, Idaho)
- Lewisia leeana (Porter) B.L.Rob.: Bandaríkin (Kalifornía, Oregon) - Urðablaðka
- Lewisia longipetala (Piper) S.Clay: Bandaríkin (Kalifornía) -
- Lewisia maguirei A.H.Holmgren: Bandaríkin (Nevada) - Ljúflingsblaðka
- Lewisia nevadensis (A.Gray) B.L.Rob.: Bandaríkin (Washington, Oregon, Kalifornía, Nevada, Utah, Colorado, New Mexico) - Engjablaðka
- Lewisia oppositifolia (S.Watson) B.L.Rob.: Bandaríkin (Oregon, Kalifornía) - Brekkublaðka
- Lewisia pygmaea (A.Gray) B.L.Rob.: Kanada (Yukon Territory, British-Columbia), Bandaríkin (Alaska, Washington, Oregon, Idaho, Nevada, Utah, Colorado, California, Arizona) - Dvergblaðka
- Lewisia rediviva Pursh (Bitterroot; Einkennisjurt Montana) - Huldublaðka
- Lewisia sacajaweana B.L.Wilson: Bandaríkin (Idaho)[7] -
- Lewisia serrata Heckard & Stebbins : Bandaríkin (Kalifornía) -
- Lewisia stebbinsii Gankin & W.R.Hildreth: Bandaríkin (Kalifornía) -
- Lewisia triphylla (S.Watson) B.L.Rob.: Kanada (British-Columbia), Bandaríkin (Washington, Oregon, Idaho, Wyoming, Nevada, Utah, Colorado, Kalifornía, Arizona) - Hnúðblaðka
- Lewisia ×whiteae Purdy: USA (Oregon) Blendingur af Lewisia leeana og Lewisia cotyledon[8]
Útbreiðsla og búsvæði
[breyta | breyta frumkóða]Fjallablöðkur vaxa villtar í vesturhluta Norður-Ameríku. Á vaxtarstöðum sínum á norðurhliðum kletta verða þær fyrir miklum veðuröfgum.[9]
Nytjar
[breyta | breyta frumkóða]Allar tegundir Lewisia eru ætar. Lewisia rediviva er með stóra rót og hefur þess vegna verið fæða margra ættfokka Indíána á útbreiðslusvæð hennar.[10] Rótin er flysjuð fyrir suðu/gufusuðu; eldun á rótinni dregur úr bitru bragðinu.[11] Reyndar eru áhöld um það hversu bitur hún er og hvort hún þurfi suðu eða að flysja hana.[12]
L. rediviva hefur einnig verið notuð til lækninga; að tyggja rótina hefur verið notað við særindum í hálsi. Hún hefur einnig verið notuð til að auka mjólk í brjóstum.[13]
Í garðyrkju hafa tegundirnar verið settar í steinbeð vegna þess að það líkir eftir náttúrulegum aðstæðum þeirra. Steinhæðir eru líka með gott afrennsli sem tegundirnar þurfa til varnar roti í rótum.[14]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Clayton & Drury 2012, bls. 36
- ↑ „Lewisia cotyledon AGM“. Royal Horticultural Society. 2011. Afrit af upprunalegu geymt þann 5 desember 2012. Sótt 31. júlí 2012.
- ↑ „- Lewisias“. Alpine Garden Society - Bedfordshire group. Afrit af upprunalegu geymt þann 19 ágúst 2013. Sótt 31. júlí 2012.
- ↑ Charles Lyte. „In focus: Lewisia“. The Telegraph. Sótt 31. júlí 2012.
- ↑ „Bitterroot Plant Trivia“. Bitterroot Heaven. 2007. Afrit af upprunalegu geymt þann 15. apríl 2012. Sótt 31. júlí 2012.
- ↑ Unless otherwise sourced all items in this list use: „Classification for Kingdom Plantae Down to Genus Lewisia Pursh“. United States Department of Agriculture. Afrit af upprunalegu geymt þann 11 desember 2015. Sótt 4. ágúst 2012.
- ↑ Edna Ray-Vizgirda (13. október 2012). „Sacajawea's bitterroot (Lewisia sacajaweana)“. United States Forest Service. Afrit af upprunalegu geymt þann 20. júní 2013. Sótt 4. ágúst 2012.
- ↑ „Lewisia ×whiteae Purdy [cotyledon × leeana]“. United States Department of Agriculture. Afrit af upprunalegu geymt þann 9 október 2006. Sótt 5. ágúst 2012.
- ↑ Clayton & Drury 2012, bls. 36
- ↑ Vizgirdas & Rey-Vizgirdas 2009, bls. 153
- ↑ Vizgirdas & Rey-Vizgirdas 2009, bls. 154
- ↑ Mathew, Brian (1989). The Genus LEWISIA. Timber press. ISBN 0-88192-158-0.
- ↑ „Bitterroot - Lewisia rediviva Pursh“. Plant-life. Sótt 31. júlí 2012.
- ↑ Clayton & Drury 2012, bls. 36
Viðbótarlesning
[breyta | breyta frumkóða]- Clayton, Phil; Drury, Anita (2012). „Succeed with Lewisia“. The Garden. Royal Horticultural Society. 137 (6): 36–37. sjá Snið:Harvnb í tilvísunum
- Vizgirdas, Ray; Rey-Vizgirdas, Edna (2009). Wild Plants of the Sierra Nevada. University of Nevada Press. bls. 384. ISBN 9780874177893.[óvirkur tengill]