Árás léttsveitarinnar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Árás léttsveitarinnar] eftir Richard Caton Woodville lýsir þessari árás í Krímstríðinu 1854.

Árás léttsveitarinnar er fræg árás léttvopnaðs riddaraliðs í breskri hernaðarsögu sem gerðist í Krímstríðinu í orrustunni við Balaclava en 25. október 1854 réðust 600 riddarar á hestum til atlögu gegn ofurefli rússneskra stórskotaliðsveita. Riddararnir geystust fram með jóreyk á móti fallbyssukúlum Rússa. Skáldið Alfred Tennyson orti ljóð um þennan atburð.

Léttsveitinni var stýrt af Cardigan lávarði. Raglan lávarður sem var yfirmaður bresku herdeildanna hafði ætlað léttsveitinni annað verkefni en vegna misskilnings þá stormaði léttsveitin fram í opinni árás og var stráfelld af stórskotaliði Rússa. Aðeins 200 af 600 lifðu árásina af.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi sögugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.