Fara í innihald

Krímstríðið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Krímsstríð)
Krímstríðið

Bardaginn við Sinope eftir rússneska málarann Ívan Ajvazovskíj.
Dagsetning16. október 1853 – 30. mars 1856 (2 ár, 5 mánuðir, 14 dagar)
Staðsetning
Niðurstaða Sigur Tyrkja, Frakka og Breta. Hlutleysi og ferðafrelsi á Svartahafi tryggt með Parísarsáttmálanum 1856.
Stríðsaðilar
Fáni Rússlands Rússland
Grikkland Grikkland (til 1854)
Fáni Tyrklands Tyrkjaveldi
Fáni Frakklands Frakkland (frá 1854)
Fáni Bretlands Bretland (frá 1854)
Sardinía (frá 1855)
Leiðtogar
Fáni Rússlands Nikulás 1.
Fáni Rússlands Alexander 2.
Grikkland Ottó 1.
Fáni Tyrklands Abdúl Mejid 1.
Fáni Frakklands Napóleon 3.
Fáni Bretlands Viktoría drottning
Fáni Bretlands Aberdeen lávarður
Fáni Bretlands Palmerston lávarður
Viktor Emmanúel 2.
Fjöldi hermanna

Alls: 889.000

  • Fáni Rússlands 888.000 kallaðir til starfa
    324.478 virkjaðir
  • Grikkland 1.000

Alls: 603.132

  • Fáni Tyrklands 165.000
  • Fáni Frakklands 309.268
  • Fáni Bretlands 107.864
  • 21.000
Mannfall og tjón
  • Fáni Rússlands 530.125
    • Fáni Tyrklands 45.400
    • Fáni Frakklands 135.485
    • Fáni Bretlands 40.462
    • 2.166

    Krímstríðið var stríð sem var háð á árunum 18531856 (október 1853 til febrúar 1856). Þar höfðu Ottómanveldið, Bretar, Sardiníumenn og Frakkar gert með sér bandalag gegn útþenslu Rússa við Svartahaf. Mest var barist á Krímskaganum, en einnig í Búlgaríu, Rúmeníu, við Eystrasalt og í Tyrklandi. Oft er talað um Krímstríðið sem fyrsta nútímastríðið og talið að þar hafi ýmsar nýstárlegar tækninýjungar í stríðsrekstri fyrst verið prófaðar.

    Eftir stríðið varð Balkanskaginn þrætuepli og síðan þá hefur órói endurtekið einkennt svæðið. Á meðan á stríðinu stóð vann breska hjúkrunarkonan Florence Nightingale á vígstöðvunum við hjúkrun særðra. Dró þá úr dánartíðni meðal særðra manna og hlaut hún góðan orðstír af. Nokkrum árum eftir lok stríðsins, árið 1861, aflétti Alexander II. Rússakeisari bændaánauð í Rússlandi, iðnaður jókst og samgöngur voru bættar. Ríkisstjórn Rússlands herti þó aftur tökin eftir að keisarinn var myrtur árið 1881.

      Þessi sagnfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.