Kosningabarátta Samfylkingarinnar fyrir Alþingiskosningarnar 2016

Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir var ráðin kosningastjóri flokksins í byrjun ágúst en hún hafði áður starfað fyrir kosningabaráttu Bill de Blasio borgarstjóra New York.
Staða flokksins[breyta | breyta frumkóða]
Stefnumál og áherslur[breyta | breyta frumkóða]
Val á framboðslista[breyta | breyta frumkóða]
Reykjavíkurkjördæmi[breyta | breyta frumkóða]
Samfylkingarfélagið í Reykjavík ákvað að halda rafrænt flokksval til að skipa á listana í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur 8.-10. september. Frambjóðendur munu bjóða sig fram á einn lista og byggt á því munu efstu frambjóðendurnir fá að velja á milli þess að taka sæti í Reykjavík norður eða suður. Niðurstöður flokksvalsins munu vera bindandi fyrir 8 efstu sætin og mun kjörstjórn svo skipa hin sætin og mun hún byggja val sitt á niðurstöðunum í hinum sætunum. Reglur flokksins kveða á um að jafnt hlutfall kynja skuli skipa lista flokksins og auk þess mun einn af þremur efstu frambjóðendunum á listanum vera yngri en 35 ára.[1]
Össur Skarphéðinsson og Sigríður Ingibjörg Ingadóttir höfðu skipað efstu sætin á listum flokksins í höfuðborginni í kosningunum 2013 og sóttust þau bæði eftir endirkjöri.
Frambjóðandi | Sæti sem sóst er eftir | Úrslit |
---|---|---|
Össur Skarphéðinsson | 1. | |
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir | 1. | |
Eva Baldursdóttir | 2-3. | |
Auður Alfa Ólafsdóttir | 3-4. | |
Þórarinn Snorri Sigurgeirsson | 4-6. | |
Helgi Hjörvar | 1. | |
Valgerður Bjarnadóttir | 1-2. | |
Sigurður Hólm Gunnarsson | 2-3. | |
Magnús Már Guðmundsson | 3-4. | |
Steinunn Ýr Einarsdóttir | 3-4. | |
Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir | 3. |
Suðvesturkjördæmi[breyta | breyta frumkóða]

Ákveðið var að halda flokksval í Suðvesturkjördæmi þar sem allir skráðir flokksmenn í kjördæminu gátu boðið sig fram og kosið á milli frambjóðenda. Flokksvalið mun fara fram 8.-10. september í gegnum bæði rafræna og hefðbundna kosningu. Niðurstöður flokksvalsins munu vera bindandi fyrir fjögur efstu sætin á listanum, en kjörstjórn mun skipa hin sætin og mun byggja val sitt á niðurstöðunum í hinum sætunum. Reglur flokksins kveða á um að jafnt hlutfall kynja skuli skipa lista flokksins og auk þess mun einn af þremur efstu frambjóðendunum á listanum vera yngri en 35 ára.[2]
Fyrir kosningarnar 2013 hafði Árni Páll Árnason, þáverandi formaður flokksins, leitt listann í Suðvesturkjördæmi og tilkynnti hann um ákvörðun sína um að sækjast áfram eftir oddvitasætinu þann 17. ágúst 2016.[3] Hann sagði ákvörðun sína byggja að hluta til á því að bæði Katrín Júlíusdóttir og Magnús Orri Schram ætluðu ekki aftur í framboð og ljóst væri að gríðarlegu endurnýjun myndi vera á listanum. Þann 19. ágúst tilkynnti Margrét Tryggvadóttir, fyrrverandi þingmaður Hreyfingarinnar og einn af stofnendum Dögunnar, að hún hefði skráð sig í flokkinn og byði sig fram í fyrsta eða annað sæti á listanum.[4] Margrét Gauja Magnúsdóttir og Sema Erla Serdar voru líka í framboði um annað sætið á listanum, en báðar höfðu verið í framboði til varaformanns á Landsfundinum fyrr á árinu en þá lutu þær í lægra haldi fyrir Loga Einarssyni.[5] Símon Birgisson, fyrrum formaður Ungra jafnaðarmanna, bauð sig svo fram í 3. sætið á listanum en hann hafði ekki áður boðið sig fram í prófkjöri flokksins.
Frambjóðandi | Sæti sem sóst er eftir | Úrslit |
---|---|---|
Árni Páll Árnason | 1. | |
Margrét Tryggvadóttir | 1-2. | |
Símon Birgisson | 3. | |
Guðmundur Ari Sigurjónsson | 3. | |
Margrét Gauja Magnúsdóttir | 2. | |
Sema Erla Serdar | 2. |
Norðvesturkjördæmi[breyta | breyta frumkóða]
Suðurkjördæmi[breyta | breyta frumkóða]
Norðausturkjördæmi[breyta | breyta frumkóða]
Kjörstjórn skipaði framboðslista Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi. Logi Einarsson, varaformaður flokksins og bæjarfulltrúi á Akureyri, skipaði fyrsta sætið á listanum. Kristján Möller sem var oddviti flokksins í kosningunum 2013 bauð sig ekki fram til endurkjörs og hlaut heiðurssæti flokksins á listanum.
- Logi Már Einarsson – Akureyri
- Erla Björg Guðmundsdóttir – Akureyri
- Hildur Þórisdóttir – Seyðisfjörður
- Bjartur Aðalbjörnsson – Vopnafjörður
- Kjartan Páll Þórarinsson – Húsavík
- Silja Jóhannesdóttir – Raufarhöfn
- Bjarki Ármann Oddsson – Eskifjörður
- Magnea Marinósdóttir – Þingeyjarsveit
- Úlfar Hauksson – Akureyri
- Ólína Freysteinsdóttir – Akureyri
- Pétur Maack – Akureyri
- Sæbjörg Ágústsdóttir – Ólafsfjörður
- Arnar Þór Jóhannesson – Akureyri
- Eydís Ásbjörnsdóttir – Eskifjörður,
- Almar Blær Sigurjónsson – Reyðarfjörður
- Nanna Árnadóttir – Ólafsfjörður
- Arnór Benónýsson – Þingeyjarsveit
- Sæmundur Pálsson – Akureyri
- Svanfríður I. Jónasdóttir – Dalvík
- Kristján L. Möller – Siglufjörður
Heimildir[breyta | breyta frumkóða]
- ↑ Fréttatilkynning frá Samfylkingunni um flokksval í Reykjavík Geymt 2016-08-31 í Wayback Machine, 19. ágúst 2016. Skoðað 21. ágúst 2016.
- ↑ Fréttatilkynning frá Samfylkingunni um flokksval í Suðvesturkjördæmi Geymt 2016-09-11 í Wayback Machine, 19. ágúst 2016. Skoðað 21. ágúst 2016.
- ↑ Mbl.is (17. ágúst 2016), Árni Páll vill leiða listann, skoðað 20. ágúst 2016.
- ↑ Hringbraut (19. ágúst 2016), Margrét býður sig fram fyrir Samfylkinguna, skoðað 20. ágúst 2016.
- ↑ Þórunn Elísabet Bogadóttir (19. ágúst 2016), Fjögur í framboði til forystu í Samfylkingunni í Suðvesturkjördæmi, Kjarninn. Skoðað 20. ágúst 2016.