Fara í innihald

Kirkja sjöunda dags aðventista

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Kirkja sjöunda dags aðventista er kristinn söfnuður sem aðgreinir sig helst frá öðrum kristnum söfnuðum að því leyti að laugardagur er haldinn heilagur sem hvíldardagur.[1]

Söfnuður aðventista á rætur sínar að rekja til bæjarins Washington í New Hampshire-fylki Bandaríkjanna, þar sem hann kom fyrst til sögunar 1844.[2] Söfnuður Sjöunda dags aðventista eins og hann þekkist í dag var formlega stofnaður 21. maí 1863. Á þeim tíma þá hafði söfnuðurinn 125 kirkjur og 3.500 meðlimi.[3] Síðan þá hefur söfnuðurinn vaxið gífurlega. Samkvæmt tölum frá 31. desember 2008 þá eru kirkjurnar orðnar 65.961 og meðlimirnir orðnir 15.921.408 á heimsvísu.[4]

Ágrip um söfnuð aðventista á Íslandi

[breyta | breyta frumkóða]

Sjöunda dags aðventismi kom fyrst fram til sögunnar á Íslandi árið 1897, söfnuðurinn var þó formlega stofnaður 1914.[5] Söfnuðurinn hefur stækkað og árið 2009 var söfnuðurinn með sex kirkjur, bókaútgáfu sem heitir Frækornið, bókaforlag aðventista og grunnskóla sem heitir Suðurhlíðarskóli. Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá þá voru 603 meðlimir í söfnuðinum árið 2022.

Aðventista guðþjónustuhús á Íslandi

[breyta | breyta frumkóða]

Á Íslandi eru 6 guðsþjónustuhús, þau eru:

Nú starfandi aðventistaprestar á Íslandi

[breyta | breyta frumkóða]
  • Eric Guðmundsson, prestur í Árnessöfnuði, Vestmannaeyjasöfnuði og Reykjavíkursöfnuði.
  • Gavin Anthony, prestur/formaður
  • Þóra Sigríður Jónsdóttir, prestur/aðalritari.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Hægt er að lesa um þau 28 grundvallaratriði sem söfnuður aðventista byggir á hér Geymt 10 mars 2006 í Wayback Machine á ensku og hér í styttri útgáfu á íslensku.
  2. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 6. desember 2006. Sótt 25. febrúar 2010.
  3. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 6. desember 2006. Sótt 25. febrúar 2010.
  4. „Geymd eintak“ (PDF). Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 15. apríl 2010. Sótt 25. febrúar 2010.
  5. http://www.adventistyearbook.org/default.aspx?&page=ViewAdmField&AdmFieldID=ICLC&Year=2010