Fjölskyldusamtök heimsfriðar og sameiningar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Fjölskyldusamtök heimsfriðar og sameiningar er kristið trúfélag og heyrir undir alþjóðlegu Sameiningarkirkjuna. Sameiningarkirkjan er upphaflega frá Suður-Kóreu. Meðlimir í henni fylgja spámanni sínum Sun Myung Moon, sem er jafnframt stofnandi trúarinnar. Samtökin hafa haldið blessunarathöfn hjóna. Á blessunarathöfn þann 25. ágúst, árið 1995 á Ólympíuvellinum í Seúl, voru 360 þúsund hjón blessuð. Markmið samtakanna er að undirbúa fólk fyrir aðra komu Krists til jarðarinnar, með fjölskylduhreinsun.[1]

Neðanmálsgreinar[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Grein: Heimsfriðunarsamband fjölskyldna“. Morgunblaðið. Sótt 5. september 2010.