DíaMat
(Endurbeint frá DíaMat – félag um díalektíska efnishyggju)
DíaMat — félag um díalektíska efnishyggju er lífskoðunarfélag um díalektíska efnishyggju. Félagið var stofnað 2015 og skráð sem lífsskoðunarfélag 2016. Í janúar 2023 voru meðlimir 197. Forstöðumaður félagsins frá upphafi er Vésteinn Valgarðsson.
Í apríl 2021 var félaginu synjað úthlutun á lóð af Reykjavíkurborg en áður hafði ákvörðun um að synja félaginu um lóð verið úrskurðuð ólögmæt af samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu. [1]
Trúarbrögð ættu ekki að hafa áhrif á hvernig landinu er stjórnað, og alls ekki á hvernig mannréttindum er háttað [...] DíaMat skorar því á þingmenn að láta ekki umsagnir sértrúarsafnaða, hvorki stórra né lítilla, hafa áhrif á störf sín
- Erindi félagsins til Alþingis[2]
Tenglar[breyta | breyta frumkóða]
Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]
- ↑ Reykjavíkurborg braut á marxísku lífsskoðunarfélagi Stundin, skoðað 19. apríl 2021
- ↑ [1] Erindi félagsins til Alþingis 23. janúar 2019