Munur á milli breytinga „Iðnhönnun“

Jump to navigation Jump to search
39 bætum bætt við ,  fyrir 7 árum
m
ekkert breytingarágrip
m
m
'''Iðnhönnun''' eða '''vöruhönnun''' er [[hönnun]] framleiðslu[[vara|vöru]] fyrir [[framleiðsla|framleiðslu]] og [[markaðssetning]]u með því að bæta [[fagurfræði]] hennar, [[vinnuvistfræði]] og [[notagildi]]. Iðnhönnun er mikilvægur hluti af [[vöruþróun]] og þróun [[vörumerki|vörumerkja]]. Iðnhönnun á rætur sínar að rekja til [[iðnbyltingin|iðnvæðingar]] í framleiðslu neysluvarnings um aldamótin 1900.
 
==Iðnhönnun sem hugverk==
Iðnhönnun er vernduð sem [[hugverk]] í hugverkarétti. Verndin nær yfir þá þætti hönnunarinnar sem ekkihægt varðaer einungisað greina frá hreinu notagildi hlutarins. Til að iðnhönnun njóti alþjóðlegrar verndar þarf að skrá hana samkvæmt [[Hagsáttmálinn|Hagsáttmálanum]] hjá [[Alþjóðahugverkastofnunin]]ni. Skráningin gildir aðeins í fimm ár en má endurnýja upp að því hámarki sem löggjöf hvers lands leyfir. Í [[Evrópusambandið|Evrópusambandinu]] nýtur óskráð hönnun verndar sjálfvirkt, en aðeins í þrjú ár eftir að hún kemur fyrst fyrir almennings sjónir. Í ýmsum löndum er þessi vernd óskráðra verka lengri (t.d. tíu ár í [[Bretland]]i). Skráð hönnun getur aftur á móti notið verndar í allt að 25 ár ef skráningin er endurnýjuð á fimm ára fresti. Í [[BNA|Bandaríkjunum]] er hönnun skráð sem [[einkaleyfi]] og gildir í tíu ár (endurnýjunar krafist eftir fimm). Í einstaka tilvikum hefur iðnhönnun verið varin á forsendum [[höfundaréttur|höfundaréttar]] sem þá gildir í 70 ár eftir andlát höfundar (hönnuðarins). Venjulega hefur verið talið að þröskuldurinn til að njóta slíkrar verndar fyrir hönnun nytjahlutar væri mjög hár, en nokkrir nýlegir dómar (t.d. í tilviki [[Tripp Trapp]]-barnastólsins) gefa til kynna að sé hönnun nægilega frumleg (uppfylli skilyrði um [[verkshæð]]) kunni hún að njóta verndar höfundaréttar líkt og hönnun [[arkitekt]]a eða [[listaverk]].
 
{{Hugverkaréttur}}
43.786

breytingar

Leiðsagnarval