Michelle Obama

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Michelle Obama
Michelle Obama árið 2013.
Forsetafrú Bandaríkjanna
Í embætti
20. janúar 2009 – 20. janúar 2017
Persónulegar upplýsingar
Fædd17. janúar 1964 (1964-01-17) (60 ára)
Chicago, Illinois, Bandaríkjunum
StjórnmálaflokkurDemókrataflokkurinn
MakiBarack Obama (g. 1992)
BörnMalia, Sasha
HáskóliPrinceton-háskóli, Harvard-háskóli
StarfLögfræðingur
Undirskrift

Michelle LaVaughn Robinson Obama (f. 17. janúar 1964) er bandarískur lögfræðingur og rithöfundur sem var forsetafrú Bandaríkjanna frá 2009 til 2017. Hún er gift Barack Obama, 44. forseta Bandaríkjanna, og er fyrsta fyrsta þeldökka konan sem hefur verið forsetafrú í Bandaríkjunum. Obama ólst upp í suðurhluta Chicago í Illinois og útskrifaðist úr Princeton-háskóla og Harvard-lagaskólanum. Snemma á lagaferli sínum vann Michelle hjá lögfræðistofunni Sidley Austin, þar sem hún kynntist eiginmanni sínum. Barack og Michelle giftust árið 1992 og eiga tvær dætur saman.

Michelle Obama tók þátt í kosningabaráttu eiginmanns síns árin 2007 og 2008. Hún flutti ræðu á flokksþingi Demókrataflokksins árið 2008 og aftur árið 2012 til stuðnings eiginmanni sínum og árið 2016 til stuðnings Hillary Clinton.

Sem forsetafrú reyndi Obama að vera konum fyrirmynd, vekja athygli á fátækt, menntun, næringu, hreyfingu og heilsusamlegu mataræði.[1][2]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Donahue, Wendy. „Michelle Obama emerges as an American fashion icon“. Chicago Tribune. Sótt 4. júní 2011.
  2. Bellantoni, Christina (10. apríl 2009). „Michelle Obama settling in as a role model“. The Washington Times. Sótt 4. júní 2011.


Fyrirrennari:
Laura Bush
Forsetafrú Bandaríkjanna
(20. janúar 2009 – 20. janúar 2017)
Eftirmaður:
Melania Trump


  Þetta æviágrip sem tengist Bandaríkjunum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.