Fara í innihald

Kyn (málfræði)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Kyn (skammstafað sem k.) í íslenskri málfræði eru þrjú: kvenkyn, karlkyn og hvorugkyn.[1] Sum tungumál eins og danska hafa aðeins samkyn og hvorugkyn, þar sem samkynið er staðgengill fyrir karl- og kvennkyn.

Kyn í íslensku

[breyta | breyta frumkóða]

Kvenkynið (skammstafað sem kvk.) í íslensku er hægt að finna með því að sjá hvort það passi að segja persónufornafnið „hún“ fyrir framan, dæmi:

„Stelpa“. Hún stelpan.

„stelpa“ er þá í kvenkyni.

Karlkynið (skammstafað sem kk.) í íslensku er hægt að finna með því að sjá hvort það passi að segja persónufornafnið „hann“ fyrir framan, dæmi:

„Bolti“. Hann boltinn.

„Bolti“ er þá karlkyns orð.

Hvorugkynið (skammstafað sem hk. eða hvk.) í íslensku er hægt að finna með því að sjá hvort það passi að segja persónufornafnið „það“ fyrir framan, dæmi:

„Lýsi“. Það lýsið.

„Lýsi“ er þá hvorugkyns orð.

En vegna þess að þessi aðferð byggist á því að góð þekking í íslensku sé til staðar, geta útlendingar eða þeir sem að hafa ekki góðan skilning á íslensku ekki notað hana. Í stað ætti að læra kyn hvers nafnorðs utan að. Kyn sumra orða eru rökrétt, svo dæmi sé tekið:

„Kona“ (kvk.)
„Karl“ (kk.)
„Stelpa“ (kvk.)

En kyn flestra orða er ekki á rökum reist:

„Hestur“ (kk.)
„Hrísgrjón“ (hk.)
„Ljón“ (hk.)
„Api“ (kk.)
„Geimflaug“ (kvk.)

Þannig að ekki er hægt að „álykta“ kyn einhvers orðs.

Samsett orð

[breyta | breyta frumkóða]

Ef orð er samsett, tekur orðið kyn síðasta orðsins:

Karl (kk.) + kyn (hk.) = Karlkyn (hk.)
Tölva (kvk.) + leikur (kk.) = Tölvuleikur (kk.)

Kyn í latínu

[breyta | breyta frumkóða]

Fyrsta fallbeygingin í latínu (sem endar á -a) inniheldur aðallega kvenkyns orð (eins og puella (stelpa), femina (kona) og domina (frú)) en þó eru nokkur orð sem eru í karlkyni (nauta (sjómaður), agricola (bóndi)). Þessi orð fallbeygjast oftast með -ae eða -æ, svo dæmi séu tekin; „puellae“ (stelpur), „feminae“ (konur), „dominae“ (frúr), „nautae“ (sjómenn) og „agricolae“ (bændur).

Önnur fallbeygingin í latínu (sem endar á -us og -um) hefur bæði karlkyns- og hvorugkynsorð. Orðin sem enda á -us eru oftast karlkyns eins og dominus (herra), agellus (lítið landsvæði) og cunarius (karlkyns barnfóstra) (og enda þau á -i í fleirtölu; Domini, agelli og cunarii). Nokkur karlkyns orð í annarri fallbeygingu enda hinsvegar ekki á -us í nefnifalli eintölu en beygjast samt eins og karlkyns orð í annarri fallbeygingu, eins og puer (strákur) sem er pueri í fleirtölu nefnifalli. Nokkur orð í annarri beygingu sem enda á -us er kvenkyns, einkum heiti borga og landa, trjáa og svo orðið humus (jörð). Orðin vulgus (almenningur), virus (eitur) og pelagus (haf) eru hvorugkyns.

Kyn í þýsku

[breyta | breyta frumkóða]
Sjá aðalsíðu Kyn í þýsku.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Hugtakaskýringar - Málfræði