Fara í innihald

Kanansland

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kananítar eins og þeir koma fyrir í fornegypsku Hliðabókinni frá 13. öld f.Kr.

Kanansland (norðvestursemíska: knaʿn; föníska: 𐤊𐤍𐤏𐤍; biblíuhebreska: כנען / knaʿn; masóretíska: כְּנָעַן / Kənáʿan) var landsvæði semískumælandi þjóða fyrir botni Miðjarðarhafs og samsvarar því sem í dag heitir Austurlönd nær, það er Palestína, Ísrael, Líbanon, Jórdanía og Sýrland. Svæðið varð mikilvægt á Amarnatímabili síðbronsaldar þegar þar komu saman áhrifasvæði stórvelda á borð við Hittíta, Forn-Egypta og Assyríu. Nafnið Kanan kemur oft fyrir í heimildum frá 4. árþúsundinu f.Kr. en Kananítar settust að á svæðinu á 8. árþúsundinu f.Kr. Þegar járnöld gekk í garð fyrir 1000 f.Kr. skiptist Kanansland milli Föníka, Ammoníta, Móabíta, Ísraelsmanna og Filistea en nafnið lifði áfram allt þar til Grikkir og Rómverjar lögðu svæðið undir sig.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.