Herra Hnetusmjör
Jump to navigation
Jump to search
Herra Hnetusmjör | |
Uppruni | Kópavogur, Ísland |
---|---|
Tónlistarstefnur | Rapp |
Útgefandi | Sjálfútgefið; Sony[1] |
Herra Hnetusmjör (réttu nafni Árni Páll Árnason,[2] f. 1996) er íslenskur tónlistarmaður og rappari.[3]
Herra ólst upp í Hveragerði og síðar í Kópavogi.[4] Hann tilheyrir hóp Kópavogs-peyja sem gefa út efni undir merkinu KópBoisEntertainment eða KBE.[3] Hann lærði við Menntaskólann í Kópavogi og er sonur Árna Magnússonar, félagsmálaráðherra frá 2003 til 2006.[4][2]
Herra bjó til texta yfir bandarísk rapplög árið 2014 og tók þá upp. Það er hægt að heyr upptökurnar á YouTube og þau lög kallast Elías, Til í allt 2.5, Herra Hnetusmjör, Blóðþyrstir úlfar og Við erum í húsinu.
Árið 2020 kom út ævisaga hans eftir Sóla Hólm under titlinum Herra Hnetusmjör: Hingað til.
Tónlist[breyta | breyta frumkóða]
Plötur[breyta | breyta frumkóða]
- 2015 – Flottur skrákur
- 2017 – KÓPBOI
- 2018 – Hetjan úr hverfinu
- 2019 - DÖGUN ásamt Huginn
- 2020 - Erfingi krúnunnar
Stökur[breyta | breyta frumkóða]
- 2015 – BomberBois. Ásamt Joe Frazier.
- 2016 – 203 stjórinn
- 2017 – Ár eftir ár
- 2017 – Kling kling
- 2017 – Spurðu um mig
- 2017 – Já ég veit. Ásamt Birni.
- 2018 - Spurðu um mig (Ingi Bauer Remix)
- 2018 – Shoutout á mig.
- 2018 – Upp til hópa. Ásamt Inga Bauer
- 2019 - Sorry mamma. Ásamt Huginn
- 2019 - Fataskáp afturí
- 2019 - Vitleysan eins
- 2019 - Þegar þú blikkar. Ásamt Björgvini Halldórssyni
- 2020 - ESSUKAJEMEINA
- 2020 - Stjörnurnar
Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]
- ↑ „Þetta er ekki þessi vondi plötusamningur“. RÚV. 27. febrúar 2018.
- ↑ 2,0 2,1 Björn Þorfinnsson (8. desember 2017). „Herra Hnetusmjör Ráðherrason“. DV.
- ↑ 3,0 3,1 Kjartan Atli Kjartansson (26. maí 2015). „Herra Hnetusmjör ein af vonarstjörnum íslensks rapps“. Fréttablaðið.
- ↑ 4,0 4,1 Auðun Georg Ólafsson (9. september 2014). „Herra Hnetusmjör ætlar að negla á toppinn“. Kópavogsblaðið.