Fara í innihald

IceGuys

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
IceGuys
UppruniÍsland
Ár2023–í dag
StefnurPopp
Útgáfufyrirtæki
Meðlimir

IceGuys er íslensk strákahljómsveit sem var stofnuð árið 2023. Meðlimir hennar eru Aron Can, Herra Hnetusmjör, Rúrik Gíslason og bræðurnir Friðrik Dór og Jón Jónsson. Jón Jónsson átti frumkvæðið að stofnun hljómsveitarinnar í upphafi árs 2023 þegar hann bætti hljómsveitarmeðlimunum í spjallhóp á Instagram og bar upp hugmyndina um að stofna strákahljómsveit.[1][2] Hljómsveitin stofnaði hlutafélagið Fegurð er glæpur ehf. til að sjá um útgáfu á tónlistinni.[3][4] Árið 2004 hafði samnefnd hljómsveit verið stofnuð.[5][6][7]

Þann 16. júní 2023 kom út fyrsta lagið þeirra „Rúlletta“.[8][9] Annað lagið þeirra „Krumla“ kom út 20. júlí 2023. Til að kynna lagið fylgdi með því tónlistarmyndband.[10] Hljómsveitin kom óvænt fram á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum þann 4. ágúst.[11] Þriðja lagið þeirra „Stingið henni í steininn“ kom út 29. september 2023. Þann 10. nóvember 2023 kom út stuttskífan Þessi Týpísku Jól þar sem samnefnt lag fylgdi.[12]

Í ágúst 2023 hófust upptökur á sjónvarpsþáttunum IceGuys þar sem skyggnst var á bak við tjöldin hjá hljómsveitinni.[13][14] Fjórir þættir voru teknir upp.[15] Þættirnir voru frumsýndir í Sjónvarpi Símans þann 6. október 2023 og slógu áhorfsmet sjónvarpsstöðvarinnar.[16] Þann 16. desember 2023 hélt hljómsveitin þrenna tónleika í Kaplakrika í Hafnarfirði þar sem tæplega tíu þúsund gestir mættu.[17]

Útgefið efni

[breyta | breyta frumkóða]

Stuttskífur

[breyta | breyta frumkóða]
  • Þessi Týpísku Jól (2023)

Smáskífur

[breyta | breyta frumkóða]
  • „Rúlletta“ (2023)
  • „Krumla“ (2023)
  • „Stingið henni í steininn“ (2023)

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Tryggvadóttir, Rósa Margrét (22. júní 2023). „Búast við að sameiningin þyki ógnvænleg“. K100. Sótt 30. desember 2023.
  2. Einarsdóttir, Júlía Margrét (22. desember 2023). „„Hvað er ég búinn að koma mér út í núna?" - RÚV.is“. RÚV. Sótt 30. desember 2023.
  3. „IceGu­ys stofna hluta­fé­lagið Fegurð er glæpur ehf“. Viðskiptablaðið. 25. júlí 2023. Sótt 30. desember 2023.
  4. „Nýtt félag IceGuys með einstakt nafn“. K100. 26. júlí 2023. Sótt 30. desember 2023.
  5. „Iceguys gefa út sitt fyrsta lag - Vísir“. visir.is. 15. júní 2004. Sótt 30. desember 2023.
  6. „Upptökur - Upprunalegu Iceguys sættast við nýstofnað Iceguys band í beinni“. K100. 10. júní 2023. Sótt 30. desember 2023.
  7. „Stofnuðu Iceguys 2004 og leita nú réttar síns“. www.mbl.is. 9. september 2023. Sótt 30. desember 2023.
  8. Sverrisson, Svava Marín Óskarsdóttir,Ólafur Björn (16. júní 2023). „Rúrik Gísla einn liðs­manna stráka­bandsins IceGu­ys - Vísir“. visir.is. Sótt 30. desember 2023.
  9. „From Iceland — Grapevine New Music Picks: Sævar Jóhannsson, GDRN, IceGuys & More“. The Reykjavik Grapevine (bandarísk enska). 23. júní 2023. Sótt 30. desember 2023.
  10. Gestsdóttir, Ragna (20. júlí 2023). „Heitasta strákaband landsins með glóðvolgan sumarsmell“. DV. Sótt 30. desember 2023.
  11. „IceGuys í banastuði í Herjólfsdal“. www.mbl.is. 5. ágúst 2023. Sótt 30. desember 2023.
  12. Vefritstjórn (7. desember 2023). „Alls konar jól - RÚV.is“. RÚV. Sótt 30. desember 2023.
  13. Jónasdóttir, Marta María Winkel (15. ágúst 2023). „IceGuys byrja með sjónvarpsþætti“. www.mbl.is. Sótt 30. desember 2023.
  14. Logason, Boði (24. ágúst 2023). „Hannes Þór ætlar sér stóra hluti með Atlavík - Vísir“. visir.is. Sótt 30. desember 2023.
  15. Óskarsdóttir, Svava Marín (30. október 2023). „Stjörnulífið: „Grikk eða tott? - Vísir“. visir.is. Sótt 30. desember 2023.
  16. „IceGuys slegið áhorfsmet tvær vikur í röð“. Viðskiptablaðið. 18. október 2023. Sótt 30. desember 2023.
  17. Sturludóttir, Helena Rós (18. desember 2023). „Tvö féllu í yfir­lið og allur varningur seldist upp - Vísir“. visir.is. Sótt 30. desember 2023.
  Þessi tónlistargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.