Ingi Bauer
Ingi Bauer | |
---|---|
Fæddur | Ingi Þór Garðarsson 10. júní 1992 |
Störf |
|
Tónlistarferill | |
Ár virkur | 2015 – í dag |
Stefnur | Popp, hús |
Vefsíða |
Ingi Þór Garðarsson (f.10. júní 1992), sem er betur þekktur undir listamannsnafninu sínu Ingi Bauer, er íslenskur tónlistarmaður, plötusnúður og stofnandi YouTube rásarinnar Ice Cold.
Æviágrip
[breyta | breyta frumkóða]Ingi Bauer er fæddur og uppalinn í Hafnarfirðinum. Á sínum yngri árum fór hann í Setbergsskóla þar sem helstu áhugamál hans voru flugvélar og leiklist. Ingi Bauer ákvað svo að fara í Flensborgarskólann þar sem hann kynntist besta vini sínum. Þeir ákváðu að stofna YouTube rásina Ice Cold. Ingi byrjaði svo að gefa út tónlist á SoundCloud og fékk yfir 2 milljónir spilana þar áður en hann færði sig yfir í íslenskan markað.
Meðal þekktustu laga hans er lagið „Upp Til Hópa“ sem hann gaf út með rapparanum Herra Hnetusmjör, en það lag var bæði tilnefnt sem lag ársins á Hlustendaverðlaunum FM957 og Íslensku Tónlistarverðlaunum árið 2019.[1] Á síðustu árum hefur hann gefið út tvær breiðskífur ásamt því að gefa út lög reglulega, en platan hans Bau Air var tilnefnd sem plata ársins 2022 á Hlustendaverðlaunum FM957.[2]
Ice Cold
[breyta | breyta frumkóða]Upphaf
[breyta | breyta frumkóða]Árið 2011 stofnaði Ingi Bauer YouTube rásina Ice Cold ásamt vini sínum Stefáni Atla.[3] Fyrstu árin einblíndu þeir á að búa til stuttmyndir með húmor og miklum hasar. Fyrsta stuttmynd þeirra Eiturlyf var tilnefnd til verðlauna og síðar gáfu þeir út mikið magn af stuttmyndum. Í kringum 2013 ákváðu þeir félagar að reyna fyrir sér í tónlistinni með því að gera ábreiður af vinsælum erlendum lögum með íslenskum texta. Helst ber að nefna lagið „Bagg & Cod“ sem naut mikilla vinsælda á þeim tíma.
Vlog
[breyta | breyta frumkóða]Þegar Ingi og Stefán voru að keyra upp í studio til Inga Bauer ákvað Stefán að ná í símann sinn og taka upp byrjunina á fyrsta vloggi Ice Cold. Eftir það var ekki aftur snúið hjá þeim félögum þar sem þeir bjuggu til í heildina yfir 70 vlogs. Lítið var um að Íslendingar væru að vlogga á þessum tíma og sáu þeir félagar að þetta væri eitthvað sem vantaði. Vloggin þeirra sýndu allt frá því hvernig þeir stofnuðu fyrirtæki yfir í að hanga með þekktum leikurum og tónlistarmönnum.[4]
Streymi
[breyta | breyta frumkóða]Þegar tölvuleikurinn Fortnite kom út ákváðu þeir að byrja að streyma í beinni útsendingu frá því þegar þeir spiluðu leikinn. Þeir fengu til sín góða gesti eins og Pétur Jóhann og Steinda Jr. Eftir það urðu þeir stærstu tölvuleikjastreymendur á Íslandi fyrir íslenskan markað.[5]
Endalok
[breyta | breyta frumkóða]Árið 2021 ákváðu Ingi og Stefán að hætta með Ice Cold rásina og einbeita sér að sínum eigin frama.
Útgefið efni
[breyta | breyta frumkóða]Breiðskífur
[breyta | breyta frumkóða]Stuttskífur
[breyta | breyta frumkóða]- 2022 - Menntaskóla Ást <3
Smáskífur
[breyta | breyta frumkóða]- 2018 - „Spurðu Um Mig“ (Ingi Bauer Remix)
- 2018 - „Upp Til Hópa“ (ásamt Herra Hnetusmjör)
- 2019 - „Ísbíllinn“ (ásamt Ezekiel Car)
- 2019 - „Taka Meira Út“ (ásamt Birgi Hákon)
- 2019 - „Dicks“ (ásamt Séra Bjössa)
- 2019 - „Stjörnur“ (ásamt Chase Anthony og Páli Óskari)
- 2019 - „Áttavilltur“ (ásamt Ezekiel Carl og Chase Anthony)
- 2019 - „Moshpit“ (ásamt Show-Menn)
- 2019 - „Sleðalestin“ (ásamt Luigi)
- 2020 - „Djamm Í Kvöld“ (ásamt Steindanum okkar, Ásgeiri Orra, SZK o.fl.)
- 2020 - „Undir Mistilteini“ (ásamt Agli Ploder & Svölu)
- 2020 - „Faðir Vor“ (ásamt Séra Bjössa)
- 2021 - „Til Baka“
- 2021 - „Rangur Maður“
- 2021 - „Veiðimaður“ (ásamt THØR & Bjørn)
- 2021 - „Ólíkar Týpur“ (ásamt Reyni)
- 2021 - „Gústi Jr.“ (ásamt Gústa B)
- 2021 - „Sick Áramót“
- 2022 - „Hvar ert þú?“ (ásamt SviMA)
- 2022 - „Í Larí Lei“ (ásamt THØR)
- 2023 - „OFBOÐSLEGA FRÆGUR“ (ásamt VÆB)
- 2023 - „Ein Í Nótt“ (ásamt Svölu)
- 2023 - „Helgi Björns“ (ásamt Helga Björns)
Lagasmíði og upptökustjórn
[breyta | breyta frumkóða]Ár | Lag | Flytjandi | Plata |
---|---|---|---|
2015 | „Jámarh“ | Herra Hnetusmjör & Joe Frazier | Flottur Skrákur |
„Fáum Borgað“ | |||
2016 | „If I Was King“ | Rossy | |
„Vinir“ | Áttan | ||
2017 | „NEINEI“ | Áttan | |
„Ekki Seena“ | Áttan | ||
„Áhrifin“ | Áttan | ||
„Því Ég Get Það“ | Áttan | ||
2018 | „L8“ | Áttan | |
„Meira“ | SviMA | ||
2019 | „Moldaður“ | 12:00 | |
2020 | „Ómægad“ | Luigi | Breyttir Tímar [8] |
„Akureyri“ | Luigi & Herra Hnetusmjör | ||
„Samstarf“ | Luigi & Joe Frazier | ||
2021 | „Ég Er Ekki Fullur“ | SviMA | |
2022 | „Hvar Ert Þú?“ | SviMA |
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „VERÐLAUNAHAFAR“. Íslensku tónlistarverðlaunin. Afrit af upprunalegu geymt þann 28. janúar 2023. Sótt 28. janúar 2023.
- ↑ Sigfúsdóttir, Sylvía Rut (19. mars 2022). „Þessi hlutu Hlustendaverðlaunin í ár - Vísir“. visir.is. Sótt 8. júlí 2023.
- ↑ „Ice Cold: „Við erum aldrei að feika neitt"“. www.mbl.is. 6. júlí 2019. Sótt 28. janúar 2023.
- ↑ Pálsson, Stefán Árni (3. júní 2017). „Svona varð smellurinn NEINEI til - Vísir“. visir.is. Sótt 28. janúar 2023.
- ↑ Eysteinsson, Andri (17. júní 2019). „Steindi spilaði loksins Fortnite með Ice Cold - Vísir“. visir.is. Sótt 28. janúar 2023.
- ↑ Sveinsson, Tinni (18. janúar 2022). „Kosning fyrir Hlustendaverðlaunin 2022 hafin - Vísir“. visir.is. Sótt 28. janúar 2023.
- ↑ Tryggvadóttir, Rósa Margrét (3. nóvember 2022). „Gerir upp sambandið við fyrrverandi: „Uppgjör fyrir okkur bæði"“. K100. Sótt 28. janúar 2023.
- ↑ „breyttir tímar“. KALT (bandarísk enska). Sótt 28. janúar 2023.