Hellsing (manga)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hellsing
ヘルシング
(Hellsing)
Tegund Sagnfræðilegt
Hryllingssaga
Hasar
Yfirnáttúrulegt
Manga: Hellsing
Skrifað af Kouta Hirano
Útgefandi Fáni Japan Shounengahosha
Fáni Bandaríkjana Dark Horse Comics
Fáni Frakklands Tonkam
Fáni Þýskalands Planet Manga
Fáni Póllands J.P. Fantastica
Fáni Noregs Mangismo
Gert að seríu í Young King OURs
Upphafleg útgáfa 1997 – enn í gangi
Fjöldi bóka 8 bækur, með 79 köflum
Sjónvarps anime : Hellsing
Leikstýrt af Umanosuke Iida, Yasunori Urata
Myndver GONZO
Stöð Fáni Japan Fuji Television
Fáni Bandaríkjana Starz! (Encore Action)
Fáni Póllands Hyper
Fáni Argentínu, Mexikó Animax
Upphaflega sýnt Fáni Japan 10. október, 200116. janúar, 2002
Fáni Bandaríkjana 4. október, 200327. desember, 2003
Fjöldi þátta 13


OVA: Hellsing
Leikstýrt af Tomokazu Tokoro
Kouta Hirano, handritshöfundur
Myndver Fáni JapanRondo Robe
Fáni JapanSatelight
Fáni JapanGeneon
Fáni JapanWild Geese
Fáni JapanHellsing Production Committee
Fjöldi þátta Um tíu [1]
Gefið út
Sýningartími
Síða um Hellsing á IMDb
Þessi síða fjallar um japanska mangað Hellsing, til að sjá aðrar síður tengdar "Hellsing" getur þú farið á Hellsing

Hellsing er manga og anime sem er samið og að mestum hluta teiknað af Kouta Hirano. Serían hóf göngu sína 1997 og er enn gefin út í blaðinu Young King Ours í Japan. Studio GONZO gerði árið 2001 13 þátta sjónvarpsseríu og ný OVA sería er í vinnslu og á hún að vera samkvæmari myndasögunni en fyrsta sjónvarpsserían. Fyrsta serían var sýnd á Fuji sjónvarpsstöðinni í Japan frá 10. október 2001 til 16. janúar 2002 og sýnd á stöðinni Starz! Encore Action í Bandaríkjunum frá 4. október 2003 til 27. desember 2003.

OVA serían er framleidd af Genon Entertainment og hreyfimyndastúdíóinu Satelight.

Enska útgáfan af manganu er gefin út af Dark Horse, franska útgáfan er gefin út af Edition Tonkam, þýska útgáfan er gefin út af Planet Manga, spánska útgáfan er gefin út af Norma og pólska útgáfan er gefin út af J.P. Fantastica.

Nöfn persónanna[breyta | breyta frumkóða]

Nafnið Hellsing er komið frá persónu sem hét svipuðu nafni í sögunni Dracula eftir Bram Stoker, Abraham Van Helsing. Leiðtogi Hellsing stofnunarinnar, Sir Integra Fairbrook Wingates Hellsing er barnabarn Abrahams. Aðal karlkyns söguhetjan gengur undir nafninu Alucard, og er hann vampíra sem notast við tvær byssur, Jackal og Hyde. Það er oft gefið í skyn í gegnum söguna að hann sé Dracula og kemur það endanlega fram í öðrum kafla í 8. bók. Alucard nefnir í 9. kafla að nafnið hans sé stafarugl, sem er satt: það er einfaldlega Dracula skrifað afturábak.

Það er nokkuð ósætti meðal aðdáenda hvernig nafn hans skuli ritað. Nafnið hans er skrifað アーカード í upphaflegu japönsku efni og er það lesið sem ākādo, en vegna þess að japanir nota vanalega langt 'a' til að tákna 'r' (sjá dokutā sem er lesið dok'uter og er tekið úr enska orðinu doctor) þá myndi ākādo vísa til enska orðsins "Arcard". Einnig er hægt að réttlæta það að "Alucard" sé notað útaf stafaruglinu á "Dracula", en "Alucard" væri vanalega lesið sem arukādo á japönsku. Stafsetningin „Arucard“ er líklega byggð á órétta nafninu arukādo. Vegna þess að mismunandi hópar fólks gáfu út Hellsing "fansub" (þar sem aðdáendur þýða bækur eða myndir) áður en rétturinn til að gefa Hellsing út rann til einhvers utan Japans, hafa allar þrjár ritanirnar verið notaðar af aðdáendum. Eitt af aðal vandamálunum er það að japanskt tungumál gerir ekki greinarmun á 'r' og 'l' (sjá london og rondon) og veldur þetta breytingum í þessu og öðrum nöfnum. 'Alucard' hinsvegar var notað sem viðurkennd stafsetning í þýðingu Hellsings (manga), á meðan viðurkennda stafsetningin í þýðingu Hellsing (anime) var 'Arucard'. Rétt stafsetning væri Alucard ef stafaruglið á að virka.

Aðalpersónur[breyta | breyta frumkóða]

Alucard[breyta | breyta frumkóða]

Aðal söguhetjan er vampíra. Alucard er öflugasta vopn og hermaður Hellsing stofnunarinnar og er notaður sem tromp hennar. Hann er ekki bara vampíra heldur er hann einnig ævaforn, og nær 'líf' hans aftur til miðalda, eða til um 1400. Hann býr yfir ofurmannlegum kröftum og er góð skytta. Ofurmannlegir kraftar hans leyfa honum að notast við byssur sem engar mannverur gætu ráðið við. Það hefur oft verið gefið til kynna að hann sé Drakúla og í 8. bók kom það loks fram að það er satt.

Integral Hellsing[breyta | breyta frumkóða]

Yfirmaður Alucards og æðsta vald Hellsing stofnunarinnar. Hún hefur tengst Alucard alveg frá dauða föður síns þegar hún var 13 að aldri, þegar hún vakti hann frá svefni sínum í kjallara Hellsing setursins. Hún er ein af fáum manneskjum sem geta staðið upp á móti Alucard.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

  1. Hellsing OVA Questions and Answers. Afritað af http://mysite.verizon.net/respsqwo/crossroad/hellsing_ova_questions.html „...At first, Geneon announced a run of 20 episodes, 35 minutes each. Later, they estimated creating one episode per volume of manga. Since the manga is supposed to end with Volume 10, that would make 10 OVA episodes. However, it seems that Geneon may be using a more flexible system. OVA 1 was supposed to be 35 minutes, but was later lengthened to 50 minutes; it covered Volume 1 of the manga. OVA 2 ended up being about 40 minutes long, but did not cover all of manga Volume 2--some events were left over, and will probably be animated in OVA 3. So, it appears that these things are subject to change. Geneon is being flexible in order to create the best episode possible. “
  2. 2,0 2,1 Hellsing OVA I Information Afritað af http://mysite.verizon.net/respsqwo/crossroad/ova_1_info.html
  3. 3,0 3,1 http://www.geneon-ent.co.jp/rondorobe/anime/hellsing/
  4. 4,0 4,1 http://imdb.com/title/tt0495212/alternateversions Síða á IMDb sem fjallar um aðra útgáfu af Hellsing OVA I- þ.e.a.s. Hellsing: Digest for Freaks sem er stytt útgáfa af fyrsta Hellsing OVA þættinum. Þar stendur meðal annars dagsetningin (22. janúar), lengd (um 30 mínútur) og hvenær og hvar þetta var sýnt (sýnt í japönsku gervihnattarsjónvarpi.
  5. 5,0 5,1 Hellsing OVA II Information. Afritað af http://mysite.verizon.net/respsqwo/crossroad/ova_2_info.html
  6. Hellsing OVA III Information. Afritað af http://mysite.verizon.net/respsqwo/crossroad/ova_3_info.html