Rip van Winkle (Hellsing)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Rip van Winkle


Rip Van Winkle með sólhlíf.

Útgefandi Young King OURs
Kom fyrst fram Hellsing bók 5
Gerð/gerður af Kouta Hirano
Persónueinkenni
Annað sjálfRip van Winkle, Kaspar
BandalögMillennium
MættirAð hæfa hvaða takmark sem er með galdraskotum úr framhlaðningi

Liðsforinginn/SS-Obersturmführer Rip van Winkle (リップヴァーン・ウィンクル中尉, Liðsforinginn Rippuvān Winkuru) er persóna í manganu Hellsing og meðlimur Millennium liðsdeildarinnar.

Hún notar lang-hleyptan framhlaðning með byssulás úr tinnu sem skýtur galdraskotum sem „refsa án mismununar“, og elta skotmörkin af eigin vilja, og virðast geta farið í gegnum skildi (þau geta hæglega eytt þyrlum, bardagaþotum og eldflaugum) og geta meira að segja breytt ferli sínum á ferð- þannig hægt er að láta rigna yfir skotmark höggi með sömu byssunni. Hún virðist hins vegar ekki hafa neina sérstaka hæfileika fyrir utan þetta. Hún nýtur þess að syngja óperur, sérstaklega Galdraskyttuna (þýska: Der Freischütz), og hún líkir sér sjálfri oft við persónuna Kaspar úr áðurnefndri óperu. Jafnvel Majorinn bendir oft á það að hún sé líka Kaspar og Alucard sé líkur Samiel, sem er andstæðingurinn í óperunni.

Rip van Winkle, haldandi á framhlaðninginum sínum.

Alucard hræðir hana tiltölulega mikið þegar hann nálgast, og á endanum, drepur hana. Alucard rekur stiku í gegnum bringu hennar, vinstra megin við hjarta hennar með hennar eigin byssu og drekkur blóðið hennar í hápunkti Hellsing mangabókar 5, áður en hann notar skugga til að nærast á líkama hennar og breytir henni í kunnugann.

Það er kaldhæðnislegt að Majorinn vildi ekki leyfa það að Rip yrði brennd, og af sérstöku „göfuglindi“, bað hann aðra meðlimi Millenniums að gefa henni nasistakveðju, og segja „auf wiedersehen“. Takmark hennar var að festa Alucard á skipi sem hét Örninn, vegna þess að hann getur ekki ferðast yfir vatn án skips og kistu sinnar. Með því að nota Örninn sem tálbeytu, náði Millennium að einangra Alucard í miðju hafinu á meðan afgangur Millenniums lyki við undirbúning hernaðaraðgerðarinar. Þetta heppnaðist ekki eins og hugðist, því Alucard getur stýrt draugaskipi og komst aftur til Londons.

Rip sést síðar sem kunnugur, er Integra Hellsing leysir síðustu hömlur Alucards.

Í Döguninni[breyta | breyta frumkóða]

Í nýlegustu köflum Dögunarinnar, kemur Rip fram sem ungur, fjarsýnn hermaður, og hittir hún Alucard eftir að hann var sigraður af Kapteininum. Hún er í herbúningi, með hárið í tveimur fléttuðum tíkarspenum, og er í stöðu Untersturmührers. Gleraugun hennar valda því að hún sér illa, og Alucard eyðir nokkrum tíma í það að útskýra fyrir henni hver hann er og af hverju hann er í höfuðstöðvum Millenniums. Eftir nokkurn tíma þegar hún hefur áttað sig á því að Alucard sé í raun óvinur reynir hún að skjóta hann en er rotuð af likkistunni hans Alucards.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Fyrirmynd greinarinnar var „Rip van Winkle (Hellsing)“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 16. desember 2006.