Hellsing OVA II

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hellsing OVA II
Skapari:Kouta Hirano
Fram koma:Alucard, Seras Victoria, Integra Hellsing, Walter, Luke Valentine og Jan Valentine
Höfundar:Tomokazu Tokoro og Kouta Hirano (handritshöfundur)
Fjöldi þátta:Ekki komið fram
Lengd þáttar:40 mínútur
Kóði þáttar:02
Þáttur sýndur:25. ágúst, 2006
Manga örk:Bók tvö
Kafli:007-011


Hellsing II er annar OVA þátturinn sem byggður er á Hellsing seríunni. DVD diskurinn var fyrst gefinn út í Japan þann 25. ágúst 2006.

Saga[breyta | breyta frumkóða]

Draumur Alucards[breyta | breyta frumkóða]

Annar OVA þátturinn fylgir annarri Hallsing mangabókinni og fjallar um árás Valentín bræðranna Luke Valentine og Jan Valentine á höfuðstöðvar Hellsings. Hann hefst með atriði þar sem Abraham van Helsing er að tala við Alucard í kringum 19. öld. Þetta atriði er lokaatriðið í bókinni Dracula eftir Bram Stoker. Búið er að reka stiku í gegnum hjarta Alucards og Abraham segir Alucard að Wilhelmina Harker verði aldrei hans, að menn hans og kastali hafa fallið, að hann hafi tapað og eigi ekkert eftir. Þá ber hann í stikuna og rekur hana dýpra í hjarta Alucards. Alucard öskrar af sársauka og Abraham grípur í frakka hans og hristir hann til og endurtekur það að hann eigi „ekkert eftir, aumkunarverði No-Life-King“.

For all flesh is as grass, and the glory of man as the flower of grass. The grass withereth, and the flower thereof falleth away. But my words will endure forever. [...] This is no nightmare from which you'll soon awaken. Gone is your castle and principality. Your loyal minions- dead to the last. The Host's mark, too, leaves her precious flesh. She shall never become yours. Count... You have nothing left! You pathetic No-Life King.. You have nothing.. Nothing!
 
— M.D., D.Ph., D.Litt., etc., etc. Abraham Van Helsing, Hellsing OVA II

Fundur hringborðsins[breyta | breyta frumkóða]

Við þetta vaknar Alucard grátandi blóði og sér að hann hafi verið að dreyma. Á meðan fundar Integra Hellsing með riddurum hringborðsins um starfsemi uppvakninganna, hvernig þeim hafi verið stjórnað með sendi sem hafi verið settur í líkama þeirra, og komast þeir að þeirri niðurstöðu að hver sem hafi ígrætt sendana í líkama uppvakninganna þekki þá jafn vel og Hellsing. Á meðan ræðir Seras við Walter um það af hverju hann hafi fjarlægt rúmið sitt og sett líkkistu í staðinn. Hann bendir henni líka á það að hún þurfi að byrja að drekka blóð og sofa í líkkistu með mold úr heimalandi sínu, annars verði hún veikbyggðari með hverjum deginum. Alucard kemur inn og Walter lætur Alucard fá nýja byssu; Jackal. Hann færir Seras líka nýja byssu, Harkonnen. Um tveggja metra sprengjuvörpu sem getur eytt öllum skotmörkum, bæði á landi og á lofti.

Luke og Jan[breyta | breyta frumkóða]

Jan Valentine og Luke Valentine (valentine bræðurnir) sjást gangandi upp að Hellsing setrinu þar sem tveir verðir gæta hliðsins. Vörður stoppar þá og segir að þeim að þetta sé einkalóð en er skotinn. Hinum verðinum bregður en áður en hann getur gert neitt í málinu og er hann skotinn líka. Sýnt er að þeir sem skutu verðina voru uppvakningar með vélbyssur sem biðu í ferðamannarútu. Jan gefur þeim merki um að koma út úr rútunni og saman með her af vopnuðum uppvakningum ráðast þeir Valentine bræður að Hellsing setrinu.

Þegar þeir eru komnir inn í setrið skiljast leiðir þeirra þar sem Jan Valentine fer í átt að Integru og hringborðinu en Luke Valentine gengur í átt að Alucardi. Integra fréttir af árásinni en hún er innikróuð í herberginu á meðan Walter og Seras komast að herberginu í gegnum loftræstikerfið. Á meðan er Luke Valentine að drepa nokkra Hellsing hermenn þegar Jan hringir í hann. Jan hefur þá líka verið að slátra hermönnum og er að nálgast þriðju hæðina þar sem Integra er. Á meðan finnur Luke kjallarann þar sem Alucard heldur sig og fer inn. Seras og Walter ná inn í fundarherbergið til að verja meðlimi Hringborðsins. Luke hittir Alucard, hneigir sig fyrir honum og kynnir sig. Á meðan hafa uppvakningarnir og Jan náð upp á þriðju hæð, þar sem Walter stöðvar þá og með hjálp Serasar ná þau að yfirbuga Jan Valentine.

Á meðan berjast Alucard og Luke Valentine niðri í kjallaranum. Það lítur út eins og Luke hafi algjörlega yfirhöndina þar sem hann hefur skotið Alucard marg oft. Þá er skipt yfir til Jans sem nær að sleppa frá Walter og Seras og ætlar sér að ráðast inn í fundarherbergið. Walter reynir að stöðva hann með því að henda vírum í kringum hönd hans en Jan heldur áfram að hlaupa og hönd hans rifnar af. Þegar hann kemst inn í fundarherbergið bíða allir meðlimir hringborðsins eftir honum vopnaðir og Integra heilsar honum með því að segja „Velkominn, í Hellsing“ og svo er hann skotinn aftur og aftur, þótt hann deyi ekki. Enn er skipt yfir í bardaga Alucards og Lukes þar sem luke hefur enn yfirhöndina. Alucard lýsir því yfir að Luke er „A-flokks“ vampíra. Hann spyr hann hvað hann heitir og leysir út krafta sína sem höfðu verið læstir inni. Hann kallar þetta „Stöðu-A“ og segir að „Cromwell samþykkið sé virkt“ og segist ætla að sýna Luke hvernig alvöru vampírur berjast.

Kunnugar Alucards[breyta | breyta frumkóða]

Hann fellur í sundur og kunnugar hans (hundar, margfætlur og augu) koma út úr honum, og verður hann að blóðklessu á jörðinni. Luke öskrar af hræðslu og hleypur burt en Alucard skýtur hann í fótinn. Hann reynir að hoppa burt einfættur en Alucard skýtur hinn fótinn líka af. Alucard segir honum að standa upp og endurlífga fæturna aftur. Luke getur það ekki, þannig að Alucard kallar fram hunda kunnuginn sinn, sem étur Luke. Á meðan yfirheyrir Walter Jan Valentine en hann sýnir ekki samstarfsvilja þannig að Integra tekur við og skipar honum að svara sér. Jan hlær að henni og segir henni að það sé verið að hlusta á samtal þeirra í gegnum sendinn sem er grafinn í líkama hans rétt áður en hann byrjar að brenna. Hann hlær að þeim og segir þeim eitt að lokum áður en hann deyr; orðið Millennium.

Walter og Integra kanna orðið „Millennium“ og hvað það gæti staðið fyrir og Integra kemst að því að það á við Þriðja ríki Adolfs Hitler sem átti að endast í árþúsund.

Munur á OVA og manga[breyta | breyta frumkóða]

Munurinn á OVA-inu og manganu er að:

  • Bardagi Alucards og Luke Valentines var lengdur
  • Það eru nokkur atriði þar sem bræðurnir sjást drepa Hellsing hermenn sem sjást ekki í manganu.
  • Tveimur síðustu köflunum af manganu er sleppt, líklega vegna þess að þátturinn var nú þegar fullur af hasar.
    Þrátt fyrir þetta má sjá nokkur atriði úr síðustu köflunum í nafnalistanum í enda þáttarins.
  • Omake-inu sem er kynnt í annarri mangabókinni er líka sleppt, sem þýðir líklega að það muni ekki vera sýnt á teiknimynda formi.

Smámunir[breyta | breyta frumkóða]

  • Í öðrum OVA þættinum, öskrar Jan Valentine „Konami kóðann“ er hann skýtur Hellsing hermenn. Í ensku útgáfunni segir leikarinn Josh Phillips "Bringing the motherfucking death by Konami. Oh, I'm so fucking hard right now." eftir það.
    Kóðinn er upp, upp, niður, niður, vinstri, hægri, vinstri, hægri.
  • Walter C. Dornez minnist stuttlega á Han Solo og Millennium Fálkann úr Star Wars í öðrum þætti.

Persónur sem koma fyrst fram[breyta | breyta frumkóða]

Hulstursmyndir Hellsing OVA II
Venjuleg útgáfa Takmörkuð útgáfa


Fyrrum þáttur Hellsing (OVA) Næsti þáttur
Hellsing I Hellsing III