Fara í innihald

Heard- og McDonaldseyjar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kort af Heard- og McDonaldseyjum

Heard- og McDonaldseyjar eru óbyggðar eyjar í Suðurhafi, í suðaustlægri stefnu frá MadagaskarSuðurskautslandinu. Þær eru um 1700 kílómetra norðan við Suðurskautslandið og 4100 kílómetra suðvestur af Perth í Vestur-Ástralíu. Eyjarnar hafa tilheyrt Ástralíu síðan 1947. Á Heardeyju eru tvö virk eldfjöll, Big Ben og Anzactindur. Þetta eru einu virku eldfjöllin á áströlsku landsvæði. Big Ben er hæsta fjall Ástralíu, 2745 metra hátt og er hæsti tindur þess Mawsontindur. Hins vegar eru engin fjöll á McDonaldseyjum. Eyjarnar hafa verið á heimsminjaskrá síðan 1997.

Staðsetning: Heardeyja: 53°06′ S 73°30′ E og McDonaldseyjar: 53°03′ S 72°36′ E.

  Þessi Ástralíugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.