Hagsveiflur
Þessi grein þarfnast hreingerningar svo hún hæfi betur sem grein hér á Wikipediu. |
Hagsveiflur eru sveiflur í hagkerfum og vísa til endurtekinna stiga efnahagsþenslu og samdráttar í þeim. Hagsveiflur skiptast í fjóra áfanga: þenslur þar sem hagkerfið vex, hápunktar eru hæstu punktar í vexti, samdrættir þar sem hægir á hagvexti og kreppur þar sem hagvöxtur hefur náð ákveðnum lágpunkti fyrir næsta vöxt. Að hafa skilning á þessum atburðum er afar mikilvægt fyrir hagfræðinga, stefnumótendur og fyrirtæki til að sjá fyrir komandi efnahagssveiflur og innleiða áætlanir og aðferðir til að draga úr áhættum. Ýmsar kenningar reyna að útskýra þessar sveiflur, þar á meðal klassísk sjálfleiðréttingarlíkön (klassísk hagfræði), keynesískar eftirspurnardrifnar kenningar (keynesísk hagfræði), peningahyggjuáherslur á peningamagn (peningahyggju kenning) og lengri lotur eins og Kondratiev-hagsveiflur og Juglar-hagsveiflur.
Helstu kenningar
[breyta | breyta frumkóða]Klassísk Hagfræði
[breyta | breyta frumkóða]Klassísk hagfræði (enska: Classical Theory) gengur út frá því að hagkerfið aðlagi sig sjálft. Frávik frá fullri atvinnu muni jafna sig á eðlilegan hátt í gegnum verð- og launasveigjanleika á mörkuðum, og því sé ekki þörf á ríkisafskiptum.[1]
Keynesísk Hagfræði
[breyta | breyta frumkóða]Keynesísk hagfræði (enska: Keynesian Theory), einblýnir á heildareftirspurn og heldur því fram að ríkisafskipti séu krafist í samdráttum til að örva eftirspurn með fjármálastefnu eða peningamálastefnu. Ófullnægjandi eftirspurn er talin aðalorsök langvarandi efnahagssamdráttar.[2]
Peningahyggjukenning
[breyta | breyta frumkóða]Peningahyggjukenning (enska: Monetarist Theory), er kennd við ameríska hagfræðinginn Milton Friedman og leggur áherslu á hlutverk peningamagns í umferð til að örva og knýja fram hagsveiflur. Peningamálasinnar telja að vanræksla peningamagns, annaðhvort með umframframboði eða skorti, leiði til efnahagslegs óstöðugleika. Með stjórnun á vexti peningamagns í umferð geta hagkerfi viðhaldið stöðugleika og forðast róttækar sveiflur.[3]
Hagfræðingar og hagsveiflur
[breyta | breyta frumkóða]Kondratiev-hagsveiflur
[breyta | breyta frumkóða]Kondratiev-hagsveiflur (Kondratiev-Waves), kenning þróuð af Níkolaj Kóndratjev sem var rússneskur hagfræðingur. Kenningin setur fram langtíma hagsveiflur sem endast í um 40 til 60 ár, drifin áfram af miklum tækninýjungum og skipulagsbreytingum. Þessar bylgjur samanstanda af stigum mikils vaxtar, fylgt eftir af tímabilum stöðnunar eða samdráttar, sem samsvara iðnaðar- eða tæknibyltingum.
Juglar-hagsveiflur
[breyta | breyta frumkóða]Clément Juglar var franskur læknir og hagfræðingur. Hann greindi styttri hagsveiflur, venjulega 7 til 11 ár að lengd. Þær eru knúnar áfram af breytingum í fjárfestingum, sérstaklega í framleiðsluvörum. Hagvaxtarskeið verða vegna aukinnar fjárfestingar, á meðan samdráttarskeið verða þegar of mikið er fjárfest og nauðsynlegt verður að aðlaga efnahagslífið.
Tilvik
[breyta | breyta frumkóða]Framleiðnivöxtur hefur gegnt mikilvægu hlutverki í mótun efnahagssögunnar, sérstaklega frá iðnbyltingunni á 18. og 19. öld. Í Englandi, og síðar víðar í Evrópu og Ameríku, varð framleiðniaukning aðallega vegna tækniframfara og breytinga á skipulagi atvinnulífsins. Þessi þróun hefur stuðlað að aukinni framleiðslu og bættum lífskjörum í iðnvæddum ríkjum.
Upphaf framleiðnivöxtar í Englandi
[breyta | breyta frumkóða]Framleiðnivöxtur í Englandi má rekja til ársins 1600, en hann jókst verulega á iðnbyltingartímanum. Á þessum tíma færðist efnahagslífið frá landbúnaði yfir í iðnaðarframleiðslu, sem leiddi til mikillar aukningar í framleiðsluafköstum. Þessi breyting stuðlaði að efnahagslegri framþróun og lagði grunninn að iðnvæddum hagkerfum.[4]
Áhrif iðnbyltingarinnar og þróun á 19. öld
[breyta | breyta frumkóða]Á 19. öld urðu verulegar framfarir í framleiðni í iðnvæddum ríkjum. Þetta tímabil einkenndist af mikilli aukningu í iðnaðarframleiðslu og tekjum á einstakling. Tímabilið frá 1870 til 1890 er sérstaklega þekkt fyrir framleiðniaukningu, þrátt fyrir efnahagslegar áskoranir eins og Langvinnu kreppuna (e. Long Depression) 1873–1896 og tvær aðrar niðursveiflur á þessum árum. Á þessum tíma var framleiðnivöxtur knúinn áfram af nýsköpun og umbreytingum í efnahagskerfinu.
Efnahagssveiflur og stöðugleikastefnur á 20. öld
[breyta | breyta frumkóða]Á 19. og fyrri hluta 20. aldar voru efnahagssveiflur oft truflaðar af kreppum og samdrætti. Eftir seinni heimsstyrjöldina minnkuðu sveiflurnar í efnahagskerfum OECD-landa, þar sem efnahagsstefnur og stöðugleikastefnur voru innleiddar til að draga úr sveiflum í viðskiptaferlum. Tækniframfarir héldu áfram að hafa veruleg áhrif á framleiðni, auk raunlauna og kaupmáttar almennings, sem stuðlaði að langtímavexti.
Langtímaáhrif tækniframfara á iðnvædd hagkerfi
[breyta | breyta frumkóða]Þrátt fyrir að þróun tækniframfara og skipulagsbreytinga hafi verið misjöfn á milli svæða, einkenndust iðnvædd hagkerfi af samfelldum framleiðnivexti sem hafði varanleg áhrif á efnahagslífið. Þetta leiddi til stöðugrar umbreytingar hagkerfa, sem byggðist á nýsköpun og bættum efnahagskerfum sem voru betur í stakk búin til að standast sveiflur og efnahagslegar áskoranir.[5]
Aðrar kenningar um hagsveiflur
[breyta | breyta frumkóða]Hagsveiflur eru reglubundnar breytingar á hagkerfi sem birtast í tímabilum vaxtar og samdráttar. Margar kenningar hafa verið þróaðar til að útskýra þessa sveifluþróun og orsakir hennar. Einfalt líkan reynir að greina þau grundvallaröfl sem valda hagsveiflum, á meðan ítarlegri kenningar leitast við að útskýra hvers vegna atvinnuleysi eykst og fjárfesting dregst hlutfallslega meira saman en framleiðsla á samdráttartímum. Skilningur á þessum þáttum er lykilatriði til að meta hvernig hagkerfið þróast og bregst við breytingum.
Landbúnaðar- og loftslagskenningar
[breyta | breyta frumkóða]Ein elsta kenningin um hagsveiflur tengir orsakir þeirra við sveiflur í uppskeru. Þar sem ræktun byggist á jarðvegi, loftslagi og öðrum náttúrulegum þáttum, sem geta orðið fyrir áhrifum af líffræðilegum eða veðurfræðilegum hringrásum, geta þessar sveiflur haft áhrif á efnahagslífið í heild. Breski hagfræðingurinn William Stanley Jevons á 19. öld taldi að sólblettir, sem virtust fylgja 10 ára hringrás, gætu skýrt slíka sveiflu. Þótt þessi skýring hafi ekki staðist gagnrýna skoðun, vakti hún áhuga þar sem hún tengdi hagsveiflur við orsakaþátt utan hagkerfisins, sem sjálfur væri óháður áhrifum þess. Landbúnaðarkenningar voru skynsamlegar á 19. öld, þegar landbúnaður var 40-60 prósent af útflutningi í þróuðum hagkerfum. Í byrjun 21. aldar hafði þetta hlutfall þó lækkað í 5 prósent eða minna í flestum þróuðum hagkerfum.
Tæknikenningar
[breyta | breyta frumkóða]Frá iðnbyltingunni á 18. öld hafa tækninýjungar komið hver af annarri, þó með tímabilum á milli. Hraður hagvöxtur fylgdi til dæmis í kjölfar tækniframfara eins og uppfinningar gufuvélarinnar, notkunar á olíu, rafmagnsorku, tölvutækni og internetsins. Sumir telja að ef mynstur væri að finna í þessum breytingum, gæti það skýrt sambærilegar sveiflur í hagkerfinu. Hins vegar benda aðrir á að þessar tækniframfarir séu jafnvel knúnar áfram af þörfum hagkerfisins á hverjum tíma.
Fjárfestingarkenningar
[breyta | breyta frumkóða]Kenningar um fjárfestingu í hagsveiflum byggja á misræmi milli sparnaðar og fjárfestingar. Þegar sparnaður safnast upp án nýrra fjárfestingartækifæra, er hann á endanum notaður í ný iðnaðarverkefni þegar hagstæðari tímar koma. Þetta leiðir til aukins tekju- og fjárfestingar vaxtar í hagkerfinu. Rússneski hagfræðingurinn Mikhail Tugan-Baranovsky benti á árið 1894 að þessi hringrás heldur áfram þar til allt fjármagn hefur verið nýtt, sem skapar misvægi milli framleiðslugreina og milli framleiðslu og neyslu, og leiðir til nýs samdráttar.[6]
Vaxtarferillinn og spár um efnahagsþróun
[breyta | breyta frumkóða]Halli vaxtarferilsins er talinn einn af öflugustu fyrirboðum um framtíðarhagvöxt, verðbólgu og efnahagslægðir.[7] Einn mælikvarði á hallann er mismunurinn á ávöxtun 10 ára ríkisskuldabréfa og 3 mánaða ríkisvíxla, sem er hluti af Fjármálastreituvísitölu St. Louis seðlabankans.[8]Annar mælikvarði, munurinn á ávöxtun 10 ára ríkisskuldabréfa og stýrivaxta, er innifalinn í vísitölu helstu forvísitölu efnahagslífsins, gefin út af The Conference Board[9].
Niðurhallandi vaxtaferill, þar sem skammtímavextir eru hærri en langtímavextir, er oft talinn fyrirboði um komandi efnahagssamdrátt. Upphallandi vaxtaferill, þar sem langtíma vextir eru hærri en skammtímavextir, er hins vegar oft merki um verðbólgu drifinn hagvöxt.[10]
New York Fed birtir mánaðarlega spá um líkur á kreppu, byggða á þessum rannsóknum. Allar efnahagslægðir í Bandaríkjunum frá árinu 1970 til 2020 hafa verið fyrirboðar af öfugum vaxtarferli (10 ára gegn 3 mánaða víxlum). Á sama tímabili hefur hver öfugur vaxtarferill verið fylgt eftir með samdrætti í hagkerfinu, eins og staðfest er af NBER hagsveiflunefndinni.[11]
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Eltis, W., & Eltis, W. (2000). The classical theory of economic growth (pp. 310-338). Palgrave Macmillan UK.
- ↑ Dillard, D. (1980). A monetary theory of production: Keynes and the institutionalists. Journal of Economic Issues, 14(2), 255-273.
- ↑ Hahn, F. H. (1980). Monetarism and Economic Theory. Economica, 47(185), 1–17. https://doi.org/10.2307/2553164
- ↑ Paul Bouscasse; Emi Nakamura; Jon Steinsson. „When Did Growth Begin? New Estimates of Productivity Growth in England from 1250 to 1870“ (PDF).
- ↑ Baumol, William J. (1986). „Productivity Growth, Convergence, and Welfare: What the Long-Run Data Show“. The American Economic Review. 76 (5): 1072–1085. ISSN 0002-8282.
- ↑ „Britannica Money“. www.britannica.com (enska). 15. október 2024. Sótt 3. nóvember 2024.
- ↑ Estrella, Arturo; Mishkin, Frederic S. (1998-02). „Predicting U.S. Recessions: Financial Variables as Leading Indicators“. Review of Economics and Statistics (enska). 80 (1): 45–61. doi:10.1162/003465398557320. ISSN 0034-6535.
- ↑ „St. Louis Fed Financial Stress Index (DISCONTINUED)“. fred.stlouisfed.org (enska). 19. mars 2020. Sótt 3. nóvember 2024.
- ↑ „Description of Components“. The Conference Board (enska). Sótt 3. nóvember 2024.
- ↑ „Bonds and the Yield Curve | Explainer | Education“. Reserve Bank of Australia (áströlsk enska). Sótt 3. nóvember 2024.
- ↑ „Business Cycle Dating“. NBER (enska). Sótt 3. nóvember 2024.