Fara í innihald

Gufuvél

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Gufuvél frá 1867

Gufuvél er vél sem notast við yfirþrýsting á gasi, yfirleitt vatnsgufu, til að þenja út ákveðið rúmmál og er hreyfing á því rúmmáli síðan notað til að framkvæma einhverja vinnu, t.d. að knýja túrbínu til framleiðslu á rafmagni.

Eimsnælda Herons

Elstu minjar um gufuvél eru frá 1. öld í Egyptalandi þar sem Heron frá Alexandríu bjó til eimsnældu sem sneri öxli lítils snúningshjóls. Eimsnælda hans var hol málmkúla með tveimur stútum og var föst við snúningslegur. Snúningslegurnar voru fastar við íholar pípur sem lágu ofan í vatnsketil sem var lokaður. Undir honum var kveiktur eldur og þegar vatnið fór að sjóða þrýstist gufan upp í eimsnælduna sem við það tók að snúast.

Ekki varð frekari þróun á gufuvélinni þangað til á 16. öld þegar Taqi al-Din, arabískur heimspekingur, verkfræðingur og stjörnufræðingur í Egyptalandi bjó til gufuvél sem sneri steikarteini.

James Watt betrumbætti gufuvélina, en er stundum ranglega sagður hafa fundið hana upp. Upphaf iðnbyltingar er oft sögð markast af gufuvél Watts.

  Þessi tæknigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.