Fara í innihald

Clément Juglar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Clément Juglar
Mynd af Clément Juglar
Fæddur15. október 1819
París, Frakkland
Dáinn28. febrúar 1905
París, Frakkland
ÞjóðerniFrakki
StörfLæknir, tölfræðingur
Þekktur fyrirKenningar um hagsveiflur

Clément Juglar (15. október 1819-28. febrúar 1905) var franskur læknir og hagfræðingur. Hann er þekktur fyrir frumkvöðlastarf sitt á sviði hagsveiflurannsókna, sem höfðu mikil áhrif á þróun hagfræði á 19. öld.

Ævi og menntun

[breyta | breyta frumkóða]

Juglar hóf feril sinn sem læknir og lauk prófi í læknisfræði árið 1846. Þrátt fyrir áhuga hans á lýðfræði og íbúatengdum rannsóknum, urðu efnahagslega kreppan árið 1848 honum hvatning til að beina sjónum sínum að efnahagslegum sveiflum og kreppum. Á þeim tíma varð ljóst að Juglar hafði sérstakan áhuga á að skilja hvernig sveiflur í viðskiptum og efnahagslífi höfðu áhrif á samfélagið.

Árið 1851 hóf Juglar að skrifa fyrir Journal des Économistes, eitt helsta hagfræðitímarit þess tíma. Hann birti margar greinar sem fjölluðu um hagsveiflur og sveiflur í efnahag. Árið 1860 gaf hann út ritgerð til Vísinda- og stjórnmálafélagsins, sem hann nefndi Des Crises commerciales, sem útleggja má "Viðskiptakreppur". Þetta verk var gefið út sem bók árið 1862 og hlaut Bordin-verðlaunin fyrir framúrskarandi rannsóknir.

Rannsóknir á hagsveiflum

[breyta | breyta frumkóða]

Rannsóknir Juglar höfðu mikil áhrif á hagfræðinga víða um heim, þar á meðal Joseph Schumpeter, einn af þekktustu hagfræðingum 20. aldar. Schumpeter lýsti Juglar sem einum af mestu hagfræðingum sögunnar, sérstaklega fyrir framlag hans til skilnings á hagsveiflum og efnahagskreppum.

Arfleifð Juglar lifir enn í dag, þar sem hann lagði grunninn að nútímahagsveiflurannsóknum. Notkun hans á tölfræðilegum aðferðum til að skilja hagsveiflur var brautryðjendaverk og hafði víðtæk áhrif á komandi kynslóðir hagfræðinga. Hagfræðingurinn Joseph Schumpeter lýsti Juglar sem einum mesta hagfræðingi sögunnar, og það er til marks um mikilvægi rannsókna hans á efnahag og hvernig hann virkar. [1]

Juglar-hagsveiflan

[breyta | breyta frumkóða]

Juglar hagsveiflur lýsa reglulegum hagsveiflum sem eiga sér stað á um það bil 8 til 11 ára fresti. Hún skiptist í þrjú meginskeið: velgengni, kreppu og slit. Velgengis tímabilið einkennist af aukinni framleiðslu, fjárfestingu og hagvöxt, en síðan kemur kreppan, þar sem samdráttur í efnahagslífinu hefst. Í þessu skeiði minnkar eftirspurn og ójafnvægi í fjárfestingum verður áberandi. Slit tímabilið tekur þá við, þar sem verðmæti eigna lækka, skuldir aukast og traust á fjármálamörkuðum dregst saman.

Frumrit verksins

[breyta | breyta frumkóða]

Árið 1862 gaf Clément Juglar út verkið Des crises commerciales et de leur retour périodique en France, en Angleterre et aux États-Unis, þar sem hann kynnti hugmyndina um endurteknar hagsveiflur, sem síðar voru kenndar við hann og nefndar Juglar-sveiflan. Juglar lagði til að þessar sveiflur í hagkerfinu væru knúnar áfram af sveiflum í lánsfjár- og fjármálaskilyrðum, þar sem regluleg útþensla og samdráttur lánsfjár hefði áhrif á efnahagskerfið. Þessi greining hans var byltingarkennd á sínum tíma, þar sem hún sýndi fram á að kreppur væru ekki einungis afleiðing ytri áfalla, heldur væru þær innbyggðar í sjálft efnahagskerfið.

Tímalína niðursveifluára

[breyta | breyta frumkóða]

Juglar-hagsveiflan er talin vera hin „sanna“ eða aðalhagsveifla í hagkerfum. Fjöldi niðursveifluára hefur verið greindur út frá þessari kenningu, þar á meðal árin 1825, 1836, 1847, 1857, 1866, 1873, 1882, 1890, 1900, 1907, 1913, 1920 og 1929.

Minni sveiflur innan Juglar-hagsveiflunnar

[breyta | breyta frumkóða]

Þrátt fyrir að Juglar-hagsveiflan sé talin vera sú stærsta hafa fræðimenn einnig greint minni sveiflur innan hennar. Þessar smærri sveiflur tengjast oft breytingum á birgðum fyrirtækja og vara að jafnaði í um það bil 40 mánuði.[1]

Áhrif á nútíma hagfræði

[breyta | breyta frumkóða]

Hringrás hagsveifla hefur fengið athygli fræðimanna á sviði hagfræðinnar, þar sem franski hagfræðingurinn Clément Juglar átti þátt í að bera kennsl á þessar hringrásir og skilja hvernig þær setja varanleg áhrif á hagkerfi heimsins. Hann var einn af fyrstu hagfræðingunum til gera grein fyrir og náði að einangra orsakir sveiflukenndra hagsveiflna, sem orðið hafa til að eðlilegum ástæðum sem leiddi til frekari rannsókna á slíkum sveiflum. Málflutningur hans fyrir notkun gagna og tölfræði í hagfræðirannsóknum á gjörðum fólks var ekki einkennandi á þeim tíma og má líta á það sem eitt af fyrstu skrefum í átt að vísindalegri byltingu hagfræðinnar.

Áhrif á aðra fræðimenn og kenningar

[breyta | breyta frumkóða]

Kenningar Juglars höfðu áhrif á austurríska hagfræðinginn Joseph Schumpeter og bandaríska hagfræðinginn Milton Friedman, sem báðir nýttu sér hugmyndir hans um hagsveiflur í rannsóknum sínum. „Skapandi eyðilegging,“ sem er kjarninn í hugmyndum Schumpeters um sambandið á milli efnahagslegrar skapandi starfsemi og hagsveiflna, endurspeglar skoðun Juglars um að kreppur fylgi alltaf efnahagsuppsveiflum. Verk Juglars höfðu einnig áhrif á félagsfræði Parsons, þar sem áherslan beindist að keðjuverkandi áhrifum og endurgjöf í sambandi við neyslu, fjárfestingu og lánsfé almennings.

Arfleið í samtíma þjóðhagfræði

[breyta | breyta frumkóða]

Á hagnýtum vettvangi, fyrir utan takmarkaða fræðilega ráðstöfun, hefur áhersla Juglars á nauðsyn þess að rannsaka banka- og lánsveiflur endurspeglast í þjóðhagfræði samtímans. Seðlabankar í dag nota svipaðar aðferðir við að greina efnahagsleg gögn til að sjá fyrir og draga úr fjármálakreppum, sem endurspeglar nálgun Juglars að rannsaka orsakir óstöðugleika í hagkerfi. Notkun hans á gagnadrifinni greiningu var undanfari hagfræðiaðferða sem víða er beitt í nútíma hagfræði, sem gerir framlag hans ekki aðeins sögulega þýðingarmikið heldur einnig viðeigandi fyrir nútíma hagfræði.[2]

  1. 1,0 1,1 „Britannica Money“. www.britannica.com (enska). 10. október 2024. Sótt 23. október 2024.
  2. Schumpeter, J. A. (1939). A theoretical, historical and statistical analysis of the capitalist process.