Fara í innihald

Níkolaj Kondratjev

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Níkolaj Kondratjev
Níkolaj Kondratjev
Fæddur 4 mars 1892
Galújevskaja, Kostroma-landstjóradæminu, rússneska keisaradæminu
Látinn 17. september 1938 (46 ára)
Moskvufylki, Sovétríkjunum
Þjóðerni Rússneskur
Hagfræðistefna Marxísk hagfræði
Fræðasvið Þjóðhagfræði
Áhrifavaldar Míkhaíl Túgan-Baranovskíj, Aleksandr Sergejevítsj Lappo-Danílevskíj
Framlög Kondratjev-sveiflur

Níkolaj Dmítríjevítsj Kondratjev (rússneska: Никола́й Дми́триевич Кондра́тьев; 4. mars 1892 – 17. september 1938) var rússneskur hagfræðingur og tölfræðingur, þekktastur fyrir „Kondratjev-sveiflur“ sem eru langtímahagsveiflur sem vara yfirleitt um 50 ár. Kondratjev varð prófessor og stýrði stofnun fyrir rannsóknir á viðskiptaáætlunum í Sovétríkjunum, sem var svo mótuð í fimm ára áætlun. Hann gagnrýndi þó stefnu Stalíns og sérstaklega sameignarvæðingu landbúnaðarins, sem leiddi til þess að Kondratjev fór í fangelsi árið 1930 og var dæmdur til dauða árið 1938. Kenningar hans hafa síðan haft langvarandi áhrif á hagfræðirannsóknir og skilning á langtímasveiflum í efnahagslífinu.[1]

Menntun og störf

[breyta | breyta frumkóða]

Níkolaj Kondratjev stundaði nám við Pétursborgarháskóla þar sem hann var nemandi hjá Míkhaíl Túgan-Baranovskíj og hóf kennslu þar að loknu námi. Árið 1919 flutti hann til Moskvu og hóf kennslu við Petrovskaja-landbúnaðarakademíuna (sem er í dag Landbúnaðarháskólinn í Moskvu) og varð prófessor þar árið 1923. Árið 1920 stofnaði hann og stýrði Moskvustofnuninni fyrir Rannsóknir á Viðskiptaaðstæðum, þar sem hann vann að þróun tölfræði og vísitölu fyrir landbúnaðarskilyrði. Hann kom einnig að mótun fyrstu fimm ára áætlunar Sovétríkjanna og átti þátt í þróun aðferða til efnahagslegrar greiningar.[2]

Stjórnmálaskoðanir og ágreiningur við Stalín

[breyta | breyta frumkóða]

Þrátt fyrir að hafa stutt nýja efnahagsstefnu Sovétríkjanna (1921–1928), eða NEP, sem innleiddi markaðsþætti innan sósíalískrar áætlunarbúskapar, var Kondratjev á móti sameiningarvæðingu landbúnaðarins. Hann gagnrýndi einnig þróun iðnaðar og landbúnaðarójafnvægið, sem voru í áætlum Josefs Stalíns. Á þessum tíma var einnig ágreiningur við aðra leiðtoga sovéskrar stjórnar, þar á meðal Lev Trotskíj. Trotskíj, sem var ekki síður frægur, hafði sitt að segja um sovéskt hagkerfi. Ágreiningurinn á milli Kondratjevs og Trotskíj var ekki einungis tengdur efnahagsmálum heldur einnig við pólitískar stefnur. Trotskíj hafði sínar skoðanir um alþjóðavæðingu sósíalismans og sósíalíska uppbyggingu á heimsvísu. Þessi pólitíska afstaða hans, ásamt gagnrýni á efnahagsáætlanir Stalíns og Troskíjs, varð til þess að Kondratjev var rekinn úr starfi sínu árið 1928.[1]

Fangelsi og aftaka

[breyta | breyta frumkóða]

Níkolaj Kondratjev var látin sæta öðru réttarhaldi þann 17. september 1938. Þetta fór fram á hápunkti „hreinsana“ Stalíns, betur þekktar sem hreinsanirnar miklu. Þessar hreinsanir einkenndust af víðtækum pólitískum ofsóknum og beindust því gegn þeim sem voru taldir óvinir ríkisins, þrátt fyrir mikilvæg framlög Nikolai Kondratiev til sovéskrar efnahagsástanda var hann ekki undanskilinn og var síðar dæmdur til dauða aðeins 46 ára að aldri.

Það var svo ekki fyrr en tæpum fimmtíu árum síðar, þann 16. júlí 1987, að öll brot Kondratjevs voru felld niður og talin óréttlætanleg.[3]

Framlag til hagfræðinnar

[breyta | breyta frumkóða]

Kondratjev-sveiflur

[breyta | breyta frumkóða]

Kenningar Níkolaj Kondratjev um langvarandi hagsveiflur (50 ár) eru enn þann dag í dag í notkun. Eitt aðalatriði kenningar Kondratiev er það að hagsveiflur eru ekki einungis knúnar af peningamálastefnu heldur frekar tæknibreytingum, skuldsetningu og einnig ójöfnuði. Sem sagt þegar ójöfnuður eykst og skuldir aukast, þá verður slakari hagvöxtur og strembið að viðhalda honum. Kenningin hefur því áhrif á nútímaumræður þegar kemur að hagstjórn, þar sem gögn sýna fram á að ójöfnuður getur haft neikvæð áhrif á framleiðniaukningu og verður því veikari fyrir ef skildi koma efnahags áfall sem dæmi.

Þrátt fyrir gagnrýni í garð kenningar Níkolaj Kondratjev og takmörkuð söguleg gögn sem sýna skýrt mynstur af þessum bylgjum, halda fræðimenn áfram að nota hugmyndir hennar til að útskýra efnahagsástand í heiminum. Í því samhengi er litið á tækniframfarir eins og gervigreind, sem mögulega leið til að snúa við þeirri framleiðnisstöðnun sem einkennst hefur síðustu áratugi.

Kondratiev sveiflur eru því fremur notaðar sem hugmyndafræðileg leið til að rannsaka langtímaþróun hagkerfa í stað þess að fá nákvæma spá. Hugsunin er að skoða mikilvægi þátta eins og tækni, skuldsetningar og ójöfnuð í hagvexti og hversu brothætt hagkerfi getur verið við óstöðugleika.

Í heimi þar sem tækninýjungar og alþjóðaviðskipti ráða sífellt meira ferðinni, eru kenningar Kondratjevs áfram mikilvæg tækni til að skilja hagsveiflur og skipuleggja viðeigandi viðbrögð við þeim, bæði í ríkisfjármálum og einnig á fjármálamörkuðum. Kenningar hans hafa því stuðlað að betri skilningi á því hvernig efnahagslegar sveiflur þróast og hvernig samfélög geta undirbúið sig fyrir framtíðarbreytingar í alþjóðlegu hagkerfi.[4]

Stefnugerðir og framtíðarsýn

[breyta | breyta frumkóða]

Níkolaj Kondratjev var þekktur hagfræðingur og virkur meðlimur í alþýðunefnd landbúnaðarráðsins á fyrstu árum Sovétríkjanna. Hann var eindreginn talsmaður nýrrar efnahagsstefnu, sem leitaðist við að koma jafnvægi á þáttum sósíalisma og markaðskerfa. Áhersla Kondratjev beindist að landbúnaðarþróunum og hann taldi að markaðsstýrð iðnvæðing, studd af útflutningi landbúnaðarafurða, væri nauðsynleg fyrir efnahagsþróun Sovétríkjanna. Hugmyndir hans voru að miklu leyti undir áhrifum frá ricardísku kenningunni um hlutfallslega yfirburði sem hélt því fram að lönd ættu að sérhæfa sig í framleiðslu og útflutningi á vörum þar sem þau hafa tiltölulega hagkvæmni eða yfirburði og nota þær vörur sem grunn fyrir viðskipti og þróun.

Kondratjev gerði einnig ítarlega áætlun um landbúnaðar- og skógræktarþróun sem ætlað var að ná frá árinu 1924 til 1928. Þessi áætlun miðaði að því að nútímavæða sovéskan landbúnað með því að samþætta hann í breiðari hagkerfi og hjálpa til við að fjármagna iðnvæðingu.

Starf hans var upplýst af ferðum hans til útlanda, þar sem hann fylgdist með og lærði af landbúnaðarháttum í öðrum löndum. Einkum háskólum í Bandaríkjunum svo e-h sé nefnt.

Framtíðarsýn Kondratievs um efnahagsstefnu Sovétríkjanna tók hins vegar snöggan endi eftir dauða Leníns árið 1924. Jósef Stalín, sem komst til valda eftir það, hafnaði markaðsþáttum NEP í þágu algerrar ríkisstjórnar kommúnistaflokksins, sem leiddi til þess að áhrif Kondratievs dvínuðu hratt sem og efnahagsáætlanir hans.[2]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. 1,0 1,1 „Nikolay D. Kondratyev“. www.britannica.com (enska). Britannica Money. Sótt 8. september 2024.
  2. 2,0 2,1 „Nikolai Kondratiev“. www.hetwebsite.net. Sótt 8. september 2024.
  3. New World Encyclopedia contributors (Desember 2018). „Nikolai Kondratiev“. New World Encyclopedia. Sótt september 2024.
  4. Jacobs, Julian (13. september 2022). „Predictions of K wave plunge excessive, but theory teaches important lessons“. OMFIF (bresk enska). Sótt 8. september 2024.