Fara í innihald

Stýrivextir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Stýrivextir eru vextir sem stjórnvöld nota til að hafa áhrif á markaðsvexti, einkum vextir seðlabanka í viðskiptum við lánastofnanir. Stýrivextir eru þannig hagstjórnartæki til þess að hafa áhrif á verðbólgu, gengi íslensku krónunnar og þar með hagvöxt.

Seðlabanki Íslands útskýrir stýrivexti þannig á heimasíðu sinni:

Stýrivextir eru þeir vextir sem yfirvöld nota til að reyna að hafa áhrif á markaðsvexti. Víðast eru þetta vextir á einhvers konar seðlabankaútlánum eða -innlánum. Tilgangur með hækkun slíkra vaxta getur verið að draga úr ofþenslu og verðbólgu eða hækka gengi gjaldmiðils. Hér á landi eru stýrivextir þeir vextir sem Seðlabanki Íslands ákveður á fyrirgreiðslu við lánastofnanir í formi svokallaðra lána gegn veði (áður endurhverf verðbréfaviðskipti), en í þeim viðskiptum geta lánastofnanir fengið fé að láni frá Seðlabankanum í 7 daga gegn veði í skuldabréfum.[1]

Með töluverðri einföldun mætti útskýra stýrivexti þannig að þeir eru nokkurskonar heildsöluverð á peningum sem lánastofnanir (oftast bankar) „kaupa“ peninga á hjá Seðlabankanum, en „selja“ svo lántakenda á smásöluverði. Þannig að ef stýrivextir hækka, þá hækka einnig útlánsvextir bankanna.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Seðlabankinn: Skýringar og svör
  • „Fyrir hverja og hvaða fjármagn gildir sú ákvörðun, þegar Seðlabanki Íslands tekur ákvörðun um vexti?“. Vísindavefurinn.
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.