Spjall:Höfuðborgarsvæðið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Tilheyrir Kjósahreppur örugglega Höfuðborgarsvæðinu? Sem dæmi þá hefur bæði Reykjavík og Mosfellsbær hafnað sameiningu við sveitarfélagið en Hvalfjarðarsveit hefur viljað sameinast þeim en þeir ekki. Eftir því sem mér hefur skilist er mikill þrístingur á hreppinn að sameinast einhverju nágranna sveitarfélagi vegna smæðar sinnar. Þó skilst mér að börn í hreppnum sæki skóla í Reykjavík (á Kjalarnesi) sem og að mörg önnur þjónusta sé sótt þangað. Eru einhverstaðar heimildir um hvernig þetta svæði er skilgreint sem hægt er þá að vísa í? Að vísu var ég að reka augun í að Kjósahreppur er skráður í Suðvesturkjördæmi sem segir kanski alla söguna? Bragi H (spjall) 1. október 2014 kl. 13:11 (UTC)

Kjósarhreppur er allavega í Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. -Svavar Kjarrval (spjall) 1. október 2014 kl. 13:16 (UTC)
Þá held ég að hann sé hafður þar inni þangað til úr því verður skorið hverjum hann sameinast því mér skilst að það sé mikil pressa á hreppinn um að gera það sökum fámennis. Sem og aðra svona litla og fámenna hreppi sem varla geta veitt lágmarks þjónustu sökum fámennis. Bragi H (spjall) 1. október 2014 kl. 13:24 (UTC)