Google Earth

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Google Earth

Google Earth Logo
HöfundurGoogle Inc.
Fyrst gefið út28. júní 2005
Nýjasta útgáfa6.0.0.1735 / 23.11.2010
StýrikerfiWindows
Mac OS X
Linux
BSD
iPhone OS
Tungumál í boði37 tungumál
Notkun Kortahugbúnaður
Vefsíða earth.google.com

Google Earth er sýndarheimsforrit gefið út af Google sem gerir notendum kleift að sjá loftmyndir og kort af Jörðinni í þrívídd. Upprunalega var forritið framleitt af Keyhole, Inc en Google keypti fyrirtækið árið 2004. Með því að nota Google Earth er hægt að skoða upphleypt kort af Jörðinni, en myndirnar eru teknar með gervihnöttum. Sumar stórar borgir eru líka með þrívíddarlíkön af byggingum sem hægt er að skoða með forritinu. Google Earth leyfir notendum að stilla sjónarhorn, til dæmis er hægt að skoða kortið frá jörðu niðri eða úr lofti.

Fyrsta útgáfa Google Earth kom út árið 2005. Til eru útgáfur fyrir Microsoft Windows, Mac OS X, Linux og FreeBSD. Google Earth er líka til sem tengiforrit fyrir ýmsa vafra. Árið 2008 varð Google Earth fáanlegt í App Store fyrir notendur iPhone símans. Til eru útgáfur af Google Earth á 37 tungumálum.

Gæði loftmyndanna eru mjög mismunandi, en flestir fjölfarnir og áhugaverðir staðir eru sýndir í háum gæðum. Flest lönd heims eru birt með upplausn sem nemur 15 m sundurgreiningu. Nokkrir staðir eins og Melbourne í Ástralíu, Las Vegas í Bandaríkjunum og Cambridge í Englandi eru sjáanlegir á 15 cm sundurgreiningu. Meginhluti heimsins er aðeins sýnilegur í tvívídd, en það er eins og að skoða stóra ljósmynd frekar en að skoða þrívíddarkort af heiminum. Í nokkrum löndum er hægt að skoða ljósmyndir af götum, þetta heitir Google Street View. Notendum er gert kleift að leita að sérstökum heimilisföngum í flestum löndum eða skrá inn hnit til að skoða kortið.

Nýlega var notendum gert kleift að skoða kort af Mars, Tunglinu og stjörnum (Google Sky). Einnig er nú hægt að skoða kort af hafsbotninum með upplýsingum frá vísindamönnum og haffræðingum.

  Þessi tölvunarfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.