Form

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Þrívídd)

Form eða lögun er í stærðfræði íðorð sem á við um rúmfræðilega skýringu á ákveðnum hlut og rúmið sem hann tekur upp. Til eru ýmiss konar form en þeim er oftast lýst eftir hversu margar hliðar þau hafa.

Tvívíð Form[breyta | breyta frumkóða]

Tvívíð form eru rúmfræðileg form, sem hafa tværvíddir

Þríhyrningur[breyta | breyta frumkóða]

Þríhyrningur er hyrningur með þrjú horn. Það eru til sex gerðir af þríhyrningum:

Ferningur[breyta | breyta frumkóða]

Ferningur hefur fjögur horn og fjórar hliðar. Hliðarnar eru allar jafn stórar, og hornin eru öll 90 gráður.

Ferhyrningur[breyta | breyta frumkóða]

Ferhyrningur hefur líka fjögur horn og fjórar hliðar, en ferhyrningur er ekki með allar hliðar jafn langar.

Trapisa[breyta | breyta frumkóða]

Trapisa hefur fjögur horn og fjórar hliðar, en hún hefur tvær hliðar samsíða og tvær ósamsíða.

Samsíðungur[breyta | breyta frumkóða]

Samsíðungur hefur líka fjórar hliðar og fjögur horn. Hann hefur tvær og tvær hliðar samsíða, tvö hvöss og tvö gleið horn.

Sexhyrningur[breyta | breyta frumkóða]

Sexhyrningur hefur sex horn og þess vegna sex hliðar. Horn hans eru öll gleið.


Þrívíð Form[breyta | breyta frumkóða]

Þrívíð form eru rúmfræðileg form, sem hafa þrjár víddir: lengd, breidd og hæð

Kúla[breyta | breyta frumkóða]

Kúla

Kúla er einfaldasta þrívíða formið, og einkennist af því að allir punktar á yfirborði hennar eru í sömu fjarlægð frá miðju hennar.

Sívalningur[breyta | breyta frumkóða]

Sívalningur

Sívalningur hefur hringlaga grunnflöt, og hliðar hans standa beint upp af grunnfletinum.

Keila[breyta | breyta frumkóða]

Keila

Keila hefur hringlaga grunnflöt, en hliðar hans stefna inn að miðju eftir því sem ofar dregur og enda í punkti.

Píramídi[breyta | breyta frumkóða]

Píramídi svipar til keilu, en hann er margflötungur. Hver hlið sem tengist toppinum er þríhyrningur.

Teningur[breyta | breyta frumkóða]

Teningur

Teningur hefur ferningslaga grunnflöt og ferningslaga hliðar sem standa upp af grunnfletinum

Stúfur[breyta | breyta frumkóða]

Það er þrívíð trapisa, keila eða píramíti sem búið er að skera toppinn af.

  Þessi stærðfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.