Fara í innihald

Gústaf Vasa

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Gústaf I)
Gústaf Vasa

Gústaf Vasa eða Gústaf 1. (sænska: Gustaf Eriksson; 15. aldar upplenska: Gösta Jerksson; fæddur líklega 12. maí 1496 á bóndabænum Rydboholm eða Lindholmen í Vallentuna, Upplandi, dáinn 29. september 1560 í Stokkhólmskastala) var konungur Svíþjóðar frá 1523 þangað til hann dó. Gústaf gerði uppreisn gegn Kalmarsambandinu. Áður hafði það tíðkast að kjósa konunginn en Gústaf afnam það kerfi og tók þess í stað upp þá hefð að konungsvaldið gengi í arf. Hann var fyrsti konungurinn af Vasaættinni sem var konungsætt Svíþjóðar stærstan hluta 16. og 17. aldar. Hann var fyrst kjörinn ríkisstjóri af mönnum sínum í uppreisninni gegn Kristjáni 2. og þegar þeir unnu sigur tveimur árum síðar var hann kjörinn konungur sem aftur varð til þess að Kalmarsambandið leystist upp.

Við valdatöku Gústafs flúði erkibiskup Uppsala, Gustaf Trolle, land og páfi var andsnúinn því að skipaður yrði nýr erkibiskup. Afleiðingin af þessu var sú að Gústaf skipaði í trássi við páfa lútherstrúarmanninn Laurentius Petri erkibiskup og hóf þannig siðbreytingu í Svíþjóð.

Ættin og nafnið

[breyta | breyta frumkóða]

Gústaf var sonur Eriks Johanssonar (Vasa) og Ceciliu Månsdotter (af Ekaættinni). Eins og samtíma og eldri meðlimir ættarinnar notaði Gústaf Eriksson aldrei ættarnafnið Vasa. Það var fyrst eftir að Eiríkur 14. inleiddi notkun aðalstitla fyrir greifa samkvæmt meginlandslögum, að ættarnöfn eins og Vasa voru tekin til notkunar í Svíþjóð. Nafnið er dregið af skjaldarmerkinu sem sýnir einhverskonar samanbundir strá og kann að vera skylt fasces úr latínu. Föðurnafnið hans, Eriksson, var hins vegar ekki notað eftir krýninguna, þá var hann einungis kallaður Gústaf konungur. Meðal fólksins kallaðist hann Gösta kóngur (sænska: kung Gösta), nafn sem lifir áfram í sænskum ljóðum og vísum.

Fyrirmynd greinarinnar var „Gustav Vasa“ á sænsku útgáfu Wikipedia. Sótt 12. september 2008.


Fyrirrennari:
Kristján 2.
Ríkisstjóri Svíþjóðar
(1521 – 1523)
Eftirmaður:
enginn
Fyrirrennari:
enginn
Konungur Svíþjóðar
(1523 – 1560)
Eftirmaður:
Eiríkur 14.