Flokkur:Hornstrandir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hornstrandir ná yfir allt svæðið norðan Skorarheiðar sem liggur úr botni Hrafnsfjarðar í Jökulfjörðum yfir í Furufjörð. Hornstrandir hafa verið friðland frá árinu 1975 og er kjörland útivistarfólks. Algengt er að farið er í friðlandið með bátum frá Ísafjarðarbæ eða úr Norðurfirði á Ströndum. Einnig er vinsælt að ganga á Hornstrandir úr Árneshreppi eða frá Unaðsdal á Snæfjallaströnd við norðanvert Ísafjarðardjúp.