Fara í innihald

Hornvík

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Horft inn í Hornvík frá Hornbjargi.
Hornvík milli Hælavíkurbjargs og Hornbjargs

Hornvík er íslensk vík á Hornströndum sem liggur á milli Hælavíkurbjargs og Hornbjargs. Áður voru þar 3 bæir, Horn (í eyði 1946), Höfn (í eyði 1944) og Rekavík bak Höfn (í eyði 1944).

Votlendi í Hornvík
Foss nálægt Hornvík

Síðustu ábúendur í Hornvík

[breyta | breyta frumkóða]
  • Á Horni bjuggu síðast Stígur Haraldsson og Jóna Eileifína Jóhannesdóttir ásamt börnum. Þau fluttu þaðan 1946 í kjölfar veikinda Stígs.[1]
  • Í Höfn bjó síðast Sumarliði Betúelsson en á undan honum faðir hans Betúel Betúelsson. Sumarliði flutti frá Höfn 1944.
  • Í Rekavík bak Höfn bjó síðast Sigurður Hjálmarsson, hann flutti þaðan 1944.

Hjónin Jón Þorkell Sigmundsson og Hulda Margrét Eggertsdóttir bjuggu á Horni 1951-1952.[2]

Landlýsing

[breyta | breyta frumkóða]

Austan víkurinnar rís Hornbjarg en að vestan Hælavíkurbjarg en þessi tvö björg eru ásamt Látrabjargi stærstu fuglabjörg á Íslandi. Milli Hælavikurbjargs og Rekavíkur er Hvannadalur og Rekavíkurfjall. Upp af Rekavík er Atlaskarð en um það liggur gönguleið yfir í Hælavík og Hlöðuvík. Milli Rekavíkur og Hafnar er fjallið Darri með Einbúa. Út í Rekavík gengur Tröllkambur.

Í sunnaverðri víkinni eru Hafnarskarð, en þar liggur gönguleið í Veiðileysufjörð, Tindaskörð, Ranglaskarð, um það er farið í Lónafjörð, og Breiðaskarð við Snók. Að austanverðu eru Kýrskarð, um það er farið í Látravík, Hestskarð og Almenningaskarð, en þar einnig gönguleið í Látravík.

Norður af Almenningaskarði Innstidalur og upp af honum eru Harviðrisgjá, Eilífstindur og Kálfatindur. Vestan við Kálfatinda er Miðdalur og upp frá honum eru Jörundur, Svaðaskarð og Miðfell. Vestan við Miðfell er Ystidalur og frá honum gengur Horn.

Í víkina falla margar ár og lækir en þessar eru helstar talið frá Höfn: Víðirsá, Torfdalsá, Selá, Gljúfurá, Kýrá og Drífandi eða Bunulækur. Árnar sameinast í eitt vatnsfall á láglendinu og heitir það Hafnarós.

Við Höfn í Hornvík er nú þjónustuhús landvarðar á Hornströndum.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Björnsdóttir, Anna María (3. nóvember 2024). „Þurfti að yfirgefa heimili sitt 16 ára en snýr aftur á hverju sumri - RÚV.is“. RÚV. Sótt 4. nóvember 2024.
  2. Sléttuhreppur. Fyrrum Aðalvíkursveit. Byggð og búendur; Kristinn Kristmundsson og Þórleifur Bjarnason, 1971, Átthagafélag Sléttuhrepps. Bls. 30-32
  Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.