Erling Braut Håland

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Erling Braut Håland
FC RB Salzburg versus SV Mattersburg (4. Juli 2019) 29.jpg
Upplýsingar
Fullt nafn Erling Braut Håland
Fæðingardagur 21. júlí 2000 (2000-07-21) (21 árs)
Fæðingarstaður    Leeds, England
Hæð 1,94 m
Leikstaða Framherji
Núverandi lið
Núverandi lið Borussia Dortmund
Númer 17
Yngriflokkaferill
Bryne FK
Meistaraflokksferill1
Ár Lið Leikir (mörk)
2016-2017
2017–2018
2019-2020
2020-
Bryne FK
Molde F.K.
Red Bull Salzburg
Borussia Dortmund
16 (0)
39 (14)
16 (17)
66 (61)   
Landsliðsferill2
2019- Noregur 17 (15)

1 Leikir með meistaraflokkum og mörk
talið í aðaldeild liðsins og
síðast uppfært 10.5.2022.
2 Landsliðsleikir og mörk uppfærð
10.5.2022.

Erling Braut Håland er norskur knattspyrnumaður sem spilar með Borussia Dortmund í Þýskalandi og norska landsliðinu.

Faðir hans er Alf-Inge Håland, fyrrum knattspyrnumaður hjá Leeds United og fleiri félögum.

Árið 2016 hóf Håland að spila í meistaraflokki fyrir Bryne. Síðar fór hann yfir til Molde þar sem Ole Gunnar Solskjær þjálfaði hann. Í leik gegn Brann skoraði hann 4 mörk á 17 mínútum. Hann skaust upp enn frekar á stjörnuhimininn þegar hann fór til Red Bull Salzburg árið 2019 og sama ár varð hann fyrsti táningurinn til að skora í 5 leikjum í röð í Meistaradeild Evrópu.

Borussia Dortmund[breyta | breyta frumkóða]

Þýska stórliðið Borussia Dortmund keypti hann í janúar 2020 og Håland byrjaði afar vel; skoraði 5 mörk í fyrstu 2 leikjum sínum með félaginu þar sem hann kom inn sem varamaður. Síðar á árinu skoraði hann fernu í leik. Í mars 2021 varð hann fljótastur til að ná 20 mörkum í meistaradeildinni eða í 14 leikjum og mölbraut met Harry Kane sem náði því í 24 leikjum.

Haaland skoraði 2 mörk í 4-1 sigri á RB Leipzig þegar Dortmund vann DFB-Pokal bikarkeppnina 2021. Hann skoraði 41 mark á tímabilinu 2020-2021 í öllum keppnum.

Manchester City[breyta | breyta frumkóða]

Í maí 2022 náðu Haaland og City samkomulagi um að hann gerðist leikmaður félagsins í júlí. [1]

Norska landsliðið[breyta | breyta frumkóða]

Håland skoraði 9 mörk með norska U20 landsliðinu gegn Honduras árið 2019. Hann hóf frumraun sína með aðalliðinu í september sama ár.

Viðurkenningar[breyta | breyta frumkóða]

Redbull Salzburg[breyta | breyta frumkóða]

  • Austurríska Bundesliga, meistari: 2018–19, 2019–20
  • Austurríski bikarinn: 2018–19
  • Leikmaður tímabilsins í Bundesliga 2019–20

Borussia Dortmund[breyta | breyta frumkóða]

  • DFB-Pokal: 2020–21
  • Besti framherji 2020-2021 í Meistaradeild Evrópu
  • Leikmaður mánaðarins í Bundesliga: Janúar og febrúar 2020, apríl 2021.
  • Leikmaður tímabilsins í Bundesliga 2020-2021
  Þetta æviágrip sem tengist knattspyrnu og Noregi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  1. Club statement - Erling Haaland Mancity.com, sótt 10/5 2022