West Ham

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Lestarstöðin í West Ham

West Ham er hverfi í Austur-London sem liggur í borgarhlutanum Newham. West Ham er 9,8 km austan við Charing Cross. Í austri liggur hverfið að staðnum þar sem Sumarólympíuleikarnir 2012 munu eiga sér stað. Í vesturhluta eru aðallega viktoríönsk raðhús og hús sem byggð voru eftir seinni heimsstyrjöldina. Hverfið hefur löngu verið afskipt en er núna í endurnýjun með Plaistow, annað hverfi sem liggur nálægt. Knattspyrnuliðið West Ham United F.C. dregur nafn sitt úr heiti hverfisins.

Samkvæmt engilsaxneskri stofnskrá var byggð í hverfinu Ham fyrst skráð sem Hamme árið 958. Árið 1086 var byggðin skráð í Dómsdagsbókinnni sem Hame. Elsta skráð notkun á heitið Westhamma sem aðgreining frá East Ham var árið 1186. Orðið er upprunnið úr fornensku orði hamm, sem þýðir „þurrt landssvæði sem liggur milli tveggja áa eða flæðilanda“. Heitið á við staðsetningu hverfisins milli ánna Lee, Thames og Roding og flæðilöndin þeirra. Að fornu var West Ham 4.500 ekra hreppur í hundraðinu Becontree í sýslunni Essex. Hreppurinn skiptist í þremur hverfum og innihélt þorpið Upton.

West Ham-lestarstöð er í hverfinu og þaðan er hægt að fara til Mið-London í neðanjarðarlestakerfi Lundúnaborgar og til Southend í háhraðalestum. Einnig verður hægt að fara þaðan í Docklands Light Railway. Gegnum hverfið renna nokkrir vatnsfarvegir sem skipta því frá Bromley-by-Bow. Til norðurs og austurs blandast West Ham saman með Stratford og Plaistow, og með Canning Town til suðurs.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi Englandsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.