Fara í innihald

Emil von Behring

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Emil Adolf von Behring)
Lífvísindi
19. öld
Nafn: Emil von Behring
Fæddur: 15. mars 1854 í Hansdorfí Prússlandi
Látinn 31. mars 1917 í Marburg í Þýskalandi
Svið: Örverufræði, ónæmisfræði, lífeðlisfræði
Markverðar
uppgötvanir:
Bóluefni gegn barnaveiki
Helstu ritverk: E. Behring og S. Kitasato (1890) Über das Zustandekommen der Diphtherie-Immunität und der Tetanus-Immunität bei Thieren. Dtsch. Med. Wschr. 16, 1113–1114.
Helstu
vinnustaðir:
Philipps-háskólinn í Marburg
Verðlaun og
nafnbætur:
Nóbelsverðlaunin í lífeðlis- og læknisfræði 1901

Emil Adolf von Behring (15. mars 185431. mars 1917) var þýskur læknir og örverufræðingur. Hann er þekktastur fyrir uppgötvun sína á móteitri gegn barnaveiki, en fyrir hana hlaut hann Nóbelsverðlaun í lífeðlis- og læknisfræði fyrstur manna árið 1901.

Ævi og störf

[breyta | breyta frumkóða]

Adolf Emil Behring, sem síðar breytti nafni sínu í Emil Adolf von Behring fæddist í Hansdorf í Prússlandi (nú Ławice í Póllandi), þar sem faðir hans var grunnskólakennari. Hann var námsfúst barn og hlaut ríkisstyrk til menntaskólagöngu. Fjölskylduvinur kostaði hann til læknanáms við Kaiser Wilhelm herlæknaakademíuna í Berlín. Að loknu læknanámi starfaði hann um hríð sem herlæknir, en þáði síðan stöðu sem rannsóknamaður hjá Robert Koch í Berlín. Þar starfaði hann ásamt Kitasato Shibasaburo að rannsóknum á orsakavöldum barnaveiki og stífkrampa. Í árslok 1890 birtu þeir niðurstöður sínar, þess efnis að unnt væri að gera dýr ónæm fyrir eiturefnum barnaveiki- og stífkrampasýklanna með blóðvatnsmeðferð, í Deutsche medizinische Wochenschrift og vöktu þær þegar mikla athygli[1]. Barnaveiki var enda mikill vágestur á þessum árum og lét nærri að annað hvert fætt barn í Evrópu létist af völdum hennar. Árið 1895 flutti Behring sig um set til Marburg og þáði prófessorsstöðu við háskólann þar og gegndi henni til æviloka.

  1. Niels Dungal (1954) „Aldarminning tveggja velgerðarmanna mannkyns. Paul Ehrlich – Emil von BehringMorgunblaðið 16. mars 1954, bls. 9 og 11
  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.