Mahmoud Ahmadinejad
Jump to navigation
Jump to search
Mahmoud Ahmadinejad (á persnesku: محمود احمدینژاد; f. 28. október 1956 í Aradan í Íran) er fyrrum forseti Íslamska lýðveldisins Íran. Hann tók við embættinu 6. ágúst 2005 og er 6. forseti landsins frá stofnun íslamsks lýðveldis árið 1979. Ahmadinejad gengdi áður embætti borgarstjóra í Tehran, höfuðborg Írans.
Ahmadinejad hélt uppi harðri gagnrýni á stjórn George W. Bush meðan hann var bandaríkjaforseti og vildi og vill enn styrkja samband Írans og Rússlands. Hann hefur neitað að sinna kröfum Öryggisráðs Sameinuðu þjónanna um að stöðva auðgun úrans, en Ahmadinejad segir kjarnorkuáætlun Írana þjóna friðsamlegum tilgangi.
Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]
Vefslóðir[breyta | breyta frumkóða]
- Opinber vefsíða forseta Íran
- Vefdagbók Mahmoud Ahmadinejad Geymt 2007-10-03 í Wayback Machine
- Viðtal við Ahmadinejad í TIME tímaritinu
Heimildir[breyta | breyta frumkóða]
- Fyrirmynd greinarinnar var „Mahmoud Ahmadinejad“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 12. mars 2007.
Fyrirrennari: Mohammad Khatami |
|
Eftirmaður: Hassan Rouhani |