EV8 Miðjarðarhafsleiðin
Útlit
EV8 Miðjarðarhafsleiðin er EuroVelo-hjólaleið meðfram strönd Miðjarðarhafsins, frá Cádiz á Spáni til Limassol á Kýpur. Leiðin er um 5.900 km að lengd og fer um ellefu lönd: Spán, Frakkland, Mónakó, Ítalíu, Slóveníu, Króatíu, Bosníu-Hersegóvínu, Svartfjallaland, Albaníu, Grikkland og Kýpur.
Aðeins lítill hluti leiðarinnar er á sérstökum hjólaleiðum með aðskildri umferð.
Leiðin
[breyta | breyta frumkóða]- Spánn: Leiðin hefst í Cádiz og liggur um Malaga, Granada, Valensíu og Barselóna. Aðeins einn lítill hluti, Pirinexus, frá Barselóna að landamærum Frakklands, er sérstök hjólabraut.
- Frakkland: Leiðin liggur yfir Pýreneafjöll við Le Perthus í gegnum Argelès-sur-Mer, Port Barcarès, Port Leucate, Narbonne, Béziers, Agde, Sète, La Grande-Motte, Cavaillon, Apt, Forcalquier og Nice og endar í Menton við landamæri Ítalíu.
- Mónakó: Leiðin liggur um Mónakóborg.
- Ítalía: Leiðin liggur um Tórínó, Pavía, Piacenza, Mantúa, Ferrara, Feneyjar og Tríeste. Hlutinn frá Pavía að Feneyjum liggur um þróaða hjólastíga meðfram báðum bökkum Pó: Ciclovia del Po e delle lagune og Ciclovia destra Po.
- Slóvenía: Leiðin liggur í gegnum Koper áður en hún nær inn í Istríu í Króatíu.
- Króatía: Í Króatíu liggur leiðin um Istríuskaga og Dalmatíuströndina og fer í gegnum Pula, Rijeka, Zadar, Split, Klek og Dubrovnik.
- Bosnía og Hersegóvína: Leiðin liggur eftir stuttri ströndinni frá Klek í Króatíu, gegnum Neum, og svo aftur inn í Króatíu.
- Svartfjallaland: Leiðin liggur um Kotorflóa til Podgorica og síðan að landamærum Albaníu.
- Albanía: Leiðin liggur um Shkodër, Tírana og Durrës.
- Grikkland: Leiðin liggur um Igoumenitsa, Patras, Kórinþuborg og Aþenu.
- Kýpur: Frá Grikklandi er ferjuleið til Kýpur þar sem leiðin endar í hringleið um eyjuna sem fer í gegnum Limassol.
Myndir
[breyta | breyta frumkóða]-
EV8 meðfram Robine-skurðinum við Narbonne í Frakklandi.