Fara í innihald

Djassbræðingur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Djass bræðingur)

Djassbræðingur (e. jazz fusion eða bara fusion) er tónlistarstefna sem kom fram seint á sjöunda áratugnum en varð vinsæl á áttunda áratugnum. Djassbræðingur gengur út á að blanda saman ólíkum tónlisastefnum við djasstónlist. Oftast þegar talað er um djassbræðing er átt við djass-rokk en til eru margar aðra stefnur sem flokkast sem djassbræðingur.

Þegar djassbræðingur er spilaður er oftast notast við rafmagnshljóðfæri frekar en órafmögnuð hljóðfæri en séu þau notuð eru þau gjarnan „mike-uð“ upp. Algengustu hljóðæri í djass bræðingi eru rafmagnsbassi, rafmagnsgítar, hljóðgervill, tréblásturshljóðfæri, málmblásturshljóðfæri ásamt miklu slagverki.[1] Bræðingstónlist er ekki mikið spiluð í útvarpi í Bandaríkjunum sennilega vegna þess hversu flókin hún er, lítill söngur og einnig vegna þess hversu lögin eru oft löng. Útvarpsstöðvar í Evrópu sýna hins vegar tónlistastefnunni meiri áhuga og er hún einnig mjög vinsæl í Japan og Suður-Ameríku. Þrátt fyrir það að djass bræðingsplötur hafa ekki verið seldar í stórum upplögum hefur tónlistarstefnan verið vinsæl.

Sjöundi áratugurinn

[breyta | breyta frumkóða]
Trompetleikarinn og tónskáldið Miles Davis árið 1987

John Coltrane hafði á sjöunda áratugnum ásamt öðrum þróað frjálsan djass (e. free jazz). Margir djassunnendur vilja meina að þegar John Coltrane lést árið 1967 hafði myndast ákveðið tómarúm innan djasstónlistar. Á sama tíma var rokkið orðið mjög vinsælt og höfðu margir ungir djasstónlistarmenn alist upp við að hlusta á rokktónlist og byrjuðu að heimfæra hluti úr rokkinu yfir í sinn flutning á djasstónlist. fram á seinni hluta sjöunda áratugsins hafði djass- og rokktónlist verið allveg aðskildar stefnur.[2] Að blanda þessum tveim stefnum saman gekk þó vel upp þar sem báðar tónlistastefnurnar eiga það sameiginlegt að geta rakið rætur sínar aftur til blús, gospel og R&B og eiga því margt sameiginlegt. Með því að blanda þessum stefnum saman náðu tónlistarmenn að breikkðuð mörk djassins og rokksins og náðu þar af leiðandi til stærri áheyrandahóps.

Seint á sjöunda áratugnum fannst tropmetleikaranum Miles Davis kominn tími á breytingar. Miles Davis hafði verið mikið að hlusta á Jimi Hendrix, James Brown og Sly Stone og langði að þróa tónlist sína í þá átt. Hann fékk líka áhuga á þeim nýja möguleika að nota rafmagnshljóðfæri. Platan In a Silent Way sem kom út árið 1969 var hans fyrsta skref í áttina að bræðingstónlist. Þeir sem spiluðu inn á plötuna ásamt Miles Davis voru Joe Zawiul, Chik Corea og Herbie Hancock á rafmagnshljómborð, John McLaughlin á rafmagnsgítar og Tony Williams á trommur Sex mánuðum eftir upptökur á In a Silent Way tók Miles Davis upp plötuna Bitches Brew.[3]

Það er nokkuð viðurkennt að platan Bitches Brew sé fyrsta áhrifamikla djass bræðings platan sem gefin hefur verið út. Þar blandar Miles Davis]hefðbundnum djass saman við rokkgítar- og trommuleik og þar með kynnti hann djass fyrir víðari áheyrandahópi. Platan hafði óvenjulega blöndu af tónlistarmönnum. Þar voru men eins og Joe Zawinul og Chick Corea á hljómborð, Wayne Shorter á saxófón, John McLaughlin á rafmagnsgítar og Lenny White á trommur. Þessir tónlistamenn áttu svo eftir að stofna helstu og frægustu bræðingshljómsveitir heimsins, Weather Report (Zawinul og Shorter), Return To Forever (Corea og White) og The Mahavishnu Orchestra (McLaughlin)

Áttundi áratugurinn

[breyta | breyta frumkóða]
Pastorius, shirtless, playing bass in his early years.
Jaco Pastorius árið 1977

Weather Report er ein farsælasta hljómsveit djassbræðingsins, með plötum sem náðu inn á top 50 lista báðum meginn við Atlantshafið. Platan Black Market sem kom út árið 1976 varð fyrsta platan þeirra sem náði miklum vinsældum. Við upptökur á henna byrjaði bassalaeikarinn Jaco Pastorius í hljómsveitinnien hann kom með nýjan hljóm inn í djassinn. Hann spilaði á bandalausan Fender Jazz bass. Jaco spilaði laglínur á bassann, notaði flaututóna, óvanalega hljóma og mjög hröð stef. Árið 1977 kom út platan Heavy Weather sem inniheldur meðal annars þeirra þekktasta lag Birdland. Heavy Weather er mest selda bræðingsplata allra tíma.

The Mahavishnu Orchestra spilaði tónlist í rokkaðri kanntinum. John McLaughlin stofnaði hljómsveitina 1971 undir áhrifum austurlenskrar dulspeki. Sköpunargáfa þeirra breikkaði mörk djassins og eru plöturnar The Inner Mounting Flame sem kom út árið 1971 og Birds of Fire sem kom út árið 1972 komar á þann stall að vera taldar sígildar bræðingsplötur. Jan Hammer var frumkvöðull í notkun á Minimoog hljóðgervli með „distortion effect“. Hann beygði tónhæð tónana sem hann spilaði og lét Minimoog hljóma líkt og gítar. Hljómur The Mahvishnu Orchestra veitti tónlistarmönnum sem spiluðu sýrurokk (e. psychedelic rock) innblástur.

Frank Zappa áarið 1971

Önnur áhrifamikil bræðingshljómsveit sem kom út úr samstarfinu við upptökur á Bitches Brew var Return to Forever sem var stofnuð af Chick Korea. Til að byrja með spilaði hún latin-djass en þegar kom fram á árið 1975 hafði hljómsveitin þróast út í djassbræðing. Þeir gáfu út plötuna Romantic Warrior sem kom út árið 1976 sem markaði þáttaskil í bræðingstónlist. Hún innihélt sex flókin og margbrotin „instrumental“ lög sem átti eftir að að veita bræðingstónlistarmönnum inblástur þau ár sem á eftir komu. Það voru gefnar út nokkrar aðrar plötur sem högðu áhrif á bræðingstónlist á áttunda áratugnum. Platan Believe It með Tony Williams kynnti heiminum fyrir gítarleikaranum Allan Holdsworth.

Frank Zappa gaf út plötuna Roxy & Elsewhere árið 1974 þar sem hann blandaði saman djasstónlist, rokktónlist og húmor. The Pat Metheny Group gaf út samnefnda plötu árið 1978. Þeir unnu seinna til Grammy verðlauna fyrir besta djassbræðings flutninginn.

Bresku hljómsveitirnar Brand X og Soft Machine gáfu út plöturnar Unorthodox Behaviour árið 1976 og Third 1970 og sýndu þar með að breskar hljómsveitir gætu gert heimsklassa bræðingsplötur. Franski fiðluleikarinn Jan-Luc Ponty gaf út plötuna Enigmatic Ocean árið 1977.[4]

Níundi áratugurinn

[breyta | breyta frumkóða]

Níundi áratugurinn var í samanburði við þann áttunda frekar rólegur hvað varðar djass-rokkið, þótt Chik Corea, Holdsworth og bandaríski gítarleikarinn John Scofeild höfðu gefið út nokkrar þýðingamiklar plötur á þessum tíma. Á seinni árum hefur hljómsveitin Tribal Tech sem leidd er af gítarleikaranum Scott Henderson og bassaleikaranum Gary Wills, haldið fána djass-rokksins á lofti.[5]

Flauelsdjass

[breyta | breyta frumkóða]

Flauelsdjass (e. smooth jazz) er tónlistarstefna sem þróaðist út frá djassbræðingi. Flauelsdjass byggir oftast á fönk „grúvi“, svokölluðum djasshljómum, slapp-bassalínum og fyrirsjáanlegum sólóum sem oftast eru spiluð á trompet, alto- eða sópransaxófón. Tónlistin er ekki voða flókin, heldur er áhersla lögð á hvernig hljómurinn er.[6]

Margir kalla flauelsdjass djassbræðing þótt offast þegar er verið að tala um djassbræðing sé átt við þá tónlistastefnu sem spratt upp frá plötunni Bitches Brew með Miles Davis. Sú tónlistarstefna er líka oft kölluð djassrokk. Þótt þessar stefnur virðist vera miklar andstæður eru þær engu að síður báðar flokkaðar sem djassbræðingur. Flauelsdjass hefur oft fengið neikvæða gagnrýni frá djassunnendum en hefur þó engu að síður verið vinsæl hjá veitingarstöðum, á börum og öðrum almenningstöðum eða á stöðum þar sem tónlistin er ekki aðalmálið. Flauelsdjass er oft kölluð bakgrunnstónlist.

Helstu frumkvöðlar flauelsdjass eru Lee Ritenour, Larry Carlton, Grover, Spyro Gyra, George Benson, Chuck Mangione, Sérgio Mendes, David Sanborn, Tom Scott, Dave og Don Grusin, Bob James og Joe Sample.[7]

Á Íslandi

[breyta | breyta frumkóða]

Hljómsveitin Mezzoforte er íslensk bræðingshlómsveit sem var stofnuð árið 1977 og voru stofnendur hljómsveiarinnar þeir Eyþór Gunnarsón (piano, hljómborð), Friðrik Karlsson (gítar), Jóhann Ásmundsson (bassi) og Gunnlaugur Briem (trommur). Saxfonleikarinn Kristinn Svavarsson var í hljómsveitini frá 1982 til 1985 en Óskar Guðjónsson gekk svo í hljómsveitina um miðjantíunda áratuguginn. Fjórða plata sveitnarinnar innihélt lagið Garden Party sem náði miklum vinsældum og komst inn á vinsældalista viðsvegar um Evrópu og var sveitin upp frá því nokkuð þekkt erlendis. Mezzoforte varð fyrsta íslenska hljómsveitin sem varð þekkt erlendis. Hljómsveitin er enn starfandi í dag og spilar út um allan heim og er hátt skrifuð í heimi djass bræðings.[8]

  1. „History of Jazz fusion“ Geymt 1 janúar 2012 í Wayback Machine, Skoðað 4. mars 2012.
  2. (http://www.allmusic.com/explore/style/d299), Skoðað 1. mars 2012.
  3. „History of Jazz-Rock fusion“, Skoðað 5. mars 2012.
  4. Julia Rolf, Scofield (2007). Jazz the complete story. Flame Tree Publishing..
  5. Julia Rolf, Scofield (2007). Jazz the complete story. Flame Tree Publishing..
  6. http://www.allmusic.com/explore/style/smooth-jazz-d4447 Geymt 14 desember 2011 í Wayback Machine ], Skoðað 4. mars 2012.
  7. „What is smooth jazz?“. Smoothjazz.de., Skoðað 7.mars 2012
  8. „Tónlist.is, Heimasíða Gulla Breim Geymt 28 júlí 2012 í Wayback Machine Skoðað 8. mars 2012.