Jimi Hendrix

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Gröf Jimi Hendrix í Washingtonfylki.

Jimi Hendrix (f. 27. nóvember 1942 í Seattle, d. 18. september 1970 í London) var bandarískur tónlistarmaður. Hann var skírður Johnny Allen Hendrix en var síðan nefndur James Marshall Hendrix. Hann var söngvari, lagasmiður og gítarleikari. Hann var þekktur sem einn áhrifamesti gítarleikari rokktónlistarinnar. Hann varð heimsfrægur árið 1967 þegar hann spilaði á Monterey Popphátíðinni. Hann var fyrst gítarleikari hjá hljómsveitum eins og Isley Brother, Little Richard, King Kurtis og fleirum. Seinna byrjaði hann að spila með bandi sem sérhæfði sig í blús, það hét John Hammonds Jr's Band. Það var bassaleikarinn í Animals Chas Chandler sem uppgvötvaði Hendrix og bauð honum að flytja til London og hefja sólóferil. Hann lést eftir að hafa tekið inn svefnlyf með sterku áfengi árið 1970, 27 ára gamall.

Andlát Hendrix[breyta | breyta frumkóða]

Þann 17 september 1970 komu Hendrix og kærasta hans Monika Dannemann að Samarkan hótelinu um hálf níu fyrir miðnætti og fengu sér að borða og spjölluðu svo saman til um 1:40 eftir miðnætti. Eftir það fór Hendrix út til að hitta vini sína. Hann kom aftur um 3 um nóttu og þau tvö fengu sér aftur að borða og voru vakandi til 7 um morguninn. Þá tók Dannemann svefntöflu til að sofna en Jimi var enn þá vakandi.[heimild vantar] Á meðan Dannemann var sofandi tók Hendrix átta eða níu svefntöflur, sem voru mjög sterkar þýskar svefntöflur sem Dannemann fékk frá lækni.[heimild vantar] Ráðlagður skammtur var aðeins ein tafla í einu. Þegar Dannemann vaknaði um 10:20 um morguninn sá hún Hendrix liggjandi í ælu sinni. Ælan var úti um allt, í munninum og í nefinu hans og hún reyndi að vekja hann en það gekk ekkert. Dannemann segist hafa hringt í sjúkrabíl um 11:30 sem kom og tók Jimi og hana upp á sjúkrahús en samkvæmt Dannemann kafnaði Hendrix á sinni eigin ælu í sjúkrabílnum á leiðinni á sjúkrahúsið.[heimild vantar] En sjúkraliðarnir sögðu annað. Þeir sögðu að það hafi enginn verið staddur í herberginu með Hendrix og að hann hafi verið dáinn þegar þeir komu að honum í herberginu sínu og hann var búinn að vera dáinn í smá tíma.[heimild vantar] Hendrix var úrskurðaður dáinn þegar þeir komu með hann á sjúkrahúsið.[heimild vantar] Það var sagt í skýrslunni að mikið magn af Seconal hafi fundist í blóðinu hans en það eru svefntöflurnar sem hann tók.[heimild vantar] Einnig var sagt í skýrslunni að hann hafi kafnað í sinni eigin ælu eftir eitrun frá svefntöflunum.[heimild vantar]

Margir[hverjir?] segja að dauðinn hans hafi verið fyrirhugað samsæri þar sem hann var drepinn af framkvæmdastjóra sínum og þeir öfgmeiri[hverjir?] segja að „illuminati“ hafi verið þar á bakvið.[heimild vantar] Lögreglan segir að dauðaorsök hans var útaf níu svefntöflum í kerfinu hans sem að leiddi til þess að hann kafnaði í ælunni sinni.[heimild vantar]

Samsæriskenningin neitar því að svefntöflurnar séu tengdar dauða hans af því að Hendrix var mjög oft svefnlaus og vanur því að taka sverntöflur. Hún útilokar því einnig að hann hafi framið sjálfsmorð af því að staðreyndirnar segja aðra sögu.[heimild vantar] Ef hann var sjálfur að reyna að drepa sig, af hverju ætti hann bara að taka níu af 50 pillum[heimild vantar] í boxinu sem hann hafði á sér?

Staðhæfingar samsæriskenningarinnar eru einungis byggðar á grunsemdum eða holum í sögunni.[heimild vantar] Ráðgátan er sú hvort hann hafi dáið af slysi, með vilja eða drepinn og þá af hverjum. Það voru engin merki eða ástæða fyrir því að Hendrix myndi fremja sjálfsmorð og margir[hverjir?] telja það mjög ólíklegt en samsæriskenningin er á þá leið að hann hafi verið drepinn.

Í þessu máli eru mjög margar mótsagnir og margar mismunandi kenningar um hvernig Hendrix dó. Öfgamesta kenningin segir að ameríska ríkið, the system eða illuminati vildi hann dauðann vegna þess að hann ógnaði yfirburðum hvítra manna á tónlistarsviðinu.[heimild vantar] Þeir vildu drepa hann út af tengslum hans við Black Panthers[heimild vantar] og af því að hann hafði mikil áhrif á unga fólkið og hvatti fólk með textum sínum að óttast ekki uppreisn gegn kerfinu.[heimild vantar]

Hendrix vissi að hann væri í hættu[heimild vantar] og ítrekaði oft að hann myndi ekki lifa mikið lengur.[heimild vantar] Hann átti að hafa sagt „I doubt I'll live to be 28“ og margt svipað stutt fyrir dauðann sinn.[heimild vantar]

„I won't be here. What do you mean? I won't be in my body, I'll be dead.“[heimild vantar] „I doubt I'll live to be 28.“[heimild vantar] „Next time I go to Seattle I'll be in a pine box“ er hann sagður hafa sagt stutt fyrir dauða hans.[heimild vantar]

Hendrix var fundinn dauður af konu hans, Moniku Danneman, í íbúðinni hennar í London. Samkvæmt vitnisburði hennar hringdi hún á sjúkrabíl stuttu eftir að hann átti erfitt með að anda og hún segir líka að hún var úti að kaupa sígarettur þegar hann dó.[heimild vantar] Hennar vitnisburður er er ekki í samræmi við vitnisburð sjúkraliða en hún kvaðst hafa farið samferða þeim upp á spítalann[heimild vantar] en þeir sögðu að enginn annar en Hendrix var í íbúðinni þegar þeir komu.[heimild vantar]

Sumir[hverjir?] halda að hún hafi tekið þátt í morði með því að hleypa ráðnum mönnum inn í íbúðina og þar með hafi hún þurft að ljúga miklu af sögu sinni.[heimild vantar]

Fjölmiðlar um heiminn tilkynntu að hann hafi dáið út af heróíni[heimild vantar] en hann hafði aldrei tekið heróin[heimild vantar] og þetta kvöld tók hann bara níu svefntöflur.[heimild vantar] Út af þessu er málið líkt dauða annarra stjarna, þar sem fjölmiðlarnir reyna að segja að dauði þeirra hafi verið út af dópi þegar svo var ekki,[heimild vantar] eins og Michael Jackson, sem átti líka að hafa trúað því að einhver hafi viljað sér mein.[heimild vantar]

Krufningarskýrslan sagði að Hendrix drukknaði í ælu sinni[heimild vantar] en nokkru seinna kom læknirinn sem að sá um líkið fram og sagði: „Ekki bara að hárið og fötin hans voru mettuð í því, heldur voru lungun og maginn á honum alveg stút full af víni, það fossaði úr honum vín á spítalanum.“[heimild vantar] Það mældist bara 20 mlgr af áfengi í blóðinu hans,[heimild vantar] sem er ekki nóg til þess að valda einhvers konar áfengiseitrun. Áfengið hafði þá ekki nógan tíma til þess að komast í blóðið sem að bendir til þess að hann hafi drukknað og það líklega þvingandi.[heimild vantar]

Hann var líka fundinn í öllum fötunum sem að gefur í skyn að hann dó ekki óvart í svefni.[heimild vantar]

Samsæriskenningin heldur því fram að það hentaði vel fyrir ríkið, mafínu og sérstaklega Mikel Jefferey að Hendrix yrði drepinn.[heimild vantar] Mikel Jefferey átti að hafa töluverða ástæðu til þess að framkvæma drápið á Hendrix, hann var tengdur við FBI og mafíuna og trúði því að Hendrix vildi reka sig,[heimild vantar] auk þess var hann móttakandi af 2 milljónum dala fyrir líftrygginguna á Hendrix sem hann stofnaði rétt fyrir dauða hans.[heimild vantar] Mikel sagði við vin sinn að Hendrix var honum meira virði dauður en á lífi[heimild vantar] og annar vinur þeirra segist hafa heyrt Mikel viðurkenna og útskýra drápið á honum.[heimild vantar]

Þegar Monika Dannemann var kærð varðandi dauða Hendrix framdi hún sjálfsmorð rétt fyrir yfirheyrsluna.[heimild vantar] Þar er talið að illuminati hafi verið að sjá um lausa enda[heimild vantar] og sjálfsmorði hennar er þá líkt við önnur svipuð samsæri eins og dauða Evan Chandler, föður MJ.[heimild vantar]

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.