Kreml (Moskva)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Kremlið séð suðvestan frá.

Kreml (Моско́вский Кремль; Moskovskiy Kreml á rússnesku) er borgarvirki í miðri Moskvu. Virkið stendur við Moskvufljót til suðurs, dómkirkju heilags Basils og rauða torgið til austurs og Alexandersgarðinn til vesturs. Virkið er þekktasta kreml í Rússlandi. Innan Kremlarinnar í Moskvu eru fimm hallir og fjórar dómkirkjur. Byggingarnar eru umkringdar kremlarmúrnum og sérhönnuðum varðturnum múrsins. Innan borgarvirkisins er einnig Kremlarhöll sem var híbýli Rússakeisara í Moskvu á tíma rússneska keisaradæmisins. Kremlin er í dag bústaður forseta Rússlands.

Orðið „Kreml“ merkir „borgarvirki“[1] og er oft notað með nafnskiptum til að vísa til rússnesku ríkisstjórnarinnar sjálfrar á svipaðan hátt og „hvíta húsið“ vísar oft til ríkisstjórnar Bandaríkjanna. Áður vísaði „Kremlin“ í daglegu tali oft til ríkisstjórnar Sovétríkjanna. Stundum er orðið „Kremlarfræði“ notað um rannsóknir á sovéskum og rússneskum stjórnmálum.[2]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Кремль“ [Kremlin]. Vasmer Etymological dictionary.
  2. „Tískan í Kreml". . (Dagblaðið Vísir). 1. desember 1984. Skoðað 13. júní 2018.