Breiðdalshreppur



Breiðdalshreppur var sveitarfélag sem náði yfir Breiðdal, en hann er landmestur dala á Austfjörðum. Þéttbýli er í Breiðdalsvík. Sveitarfélagið náði áður til Stöðvarfjarðar en því var breytt árið 1905. Árið 2018 sameinaðist hreppurinn Fjarðabyggð [1]
Náttúra[breyta | breyta frumkóða]
Breiðdalur skiptist í tvo dali um fjallið Kleifarháls, í Norðurdal og Suðurdal þar sem þjóðvegur 1 liggur um þann síðarnefnda. Sveitin er grösug og nýtast heiðar og fjöll til beitar sauðfjár en sauðfjárrækt er einn af aðalatvinnuvegum hreppsins ásamt fiskvinnslu á Breiðdalsvík.
Menning[breyta | breyta frumkóða]
Breiðdalssetur er starfrækt í gamla kaupfélagshúsinu á Breiðdalsvík. Þar er jarðfræðisetur til minningar um enska jarðfræðinginn George Patrick Leonard Walker, sem vann merkar rannsóknir á jarðfræði Austurlands og Austfjarða. Einnig minningarstofa um málfræðinginn Stefán Einarsson prófessor í Baltimore í Bandaríkjunum.
Tenglar[breyta | breyta frumkóða]
- Vefsíða Breiðdalshrepps Geymt 2014-01-30 í Wayback Machine
Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]
- ↑ Fjarðabyggð og Breiðdalshreppur sameinast Mbl.is, skoðað 27. maí 2018.
