MARPOL 73/78

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Kort sem sýnir aðila að MARPOL-samningnum.

MARPOL 73/78, MARPOL-samningurinn eða Alþjóðasamningur um varnir gegn mengun frá skipum, 1973, með breytingum samkvæmt bókun 1978 frá 17.2.1978 er mikilvægur alþjóðlegur samningur um umhverfismál. Hann var saminn af Alþjóðasiglingamálastofnuninni. Tilgangur hans er að draga úr mengun í hafi, þar með talið sorpmengun, olíumengun og loftmengun.

Upphaflegi samningurinn var undirritaður 17. febrúar árið 1973. Núverandi samningur inniheldur einnig bókun frá 1978. Hann tók gildi 2. október 1983. Sex viðaukar eru við samninginn og þurfa aðildarríki að fullgilda þá sérstaklega. Árið 2016 höfðu 154 ríki undirritað samninginn með viðaukum I-II en síðan fækkar ríkjum sem undirritað hafa síðari viðauka. Ísland gerðist aðili að samningnum árið 1983.

Viðaukar[breyta | breyta frumkóða]

Viðauki Efni Gildistaka Fjöldi aðildarríkja
Viðauki I Varnir gegn mengun frá olíu og olíumenguðum vökvum 2. október 1983
Viðauki II Varnir gegn mengun frá hættulegum vökvum sem fluttir eru með skipum 6. apríl 1987
Viðauki III Varnir gegn mengun frá eiturefnum sem flutt eru með skipum 1. júlí 1992 147
Viðauki IV Skólpmengun frá skipum 27. september 2003 141
Viðauki V Sorpmengun frá skipum 31. desember 1988 152
Viðauki VI Loftmengun frá skipum 19. maí 2005 88
Wiki letter w.svg  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.