Fara í innihald

Alþjóðasjómælingastofnunin

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Alþjóðasjómælingastofnunin (Organisation hydrographique internationale)
SkammstöfunIHO
Stofnun21. júní 1921;
fyrir 103 árum
 (1921-06-21)
HöfuðstöðvarMónakó
Opinber tungumálenska, franska
AðalritariDr. Mathias Jonas
Vefsíðahttps://iho.int/

Alþjóðasjómælingastofnunin er alþjóðastofnun sem fæst við sjómælingar.[1][2] Í janúar 2022 voru aðildarríki stofnunarinnar 97 talsins. Ísland gerðist aðili að stofnuninni árið 1957.

Markmið Alþjóðasjómælingastofnunarinnar er að tryggja að þau höf og vötn jarðar þar sem skipaumferð er séu vel könnuð og kortlögð. Helstu tæki sem stofnunin hefur til þess eru alþjóðastaðlar og leiðsögn til að samræma vinnu sjómælingastofnana um allan heim.

Stofnunin hefur áheyrnaraðild að Sameinuðu þjóðunum þar sem hún er alþjóðlega viðurkennt stjórnvald á sviði sjómælinga og sjókortagerðar. Oftast eru staðlar stofnunarinnar notaðir þegar vísað er til sjómælinga og sjókorta í alþjóðasamningum.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „First Assembly of the International Hydrographic Organization (IHO)“. hydro-international.com (enska). Sótt 17. apríl 2019.
  2. Wingrove, Martyn (11. mars 2019). „IMO takes the e-navigation reins“. Maritime Digitalisation & Communications. Afrit af upprunalegu geymt þann 17. apríl 2019. Sótt 17. apríl 2019.